Bæjarstjórnir á fjölmörgum þekktum ferðamannastöðum á Spáni ákváðu fyrir skemmstu að skera upp herör gegn þessum ósið og er spænska lögreglan nú farin að leggja hald á strandstóla, sólhlífar og hvað eina sem ferðamenn koma fyrir snemma morguns eða jafnvel kvöldið áður.
Vilji ferðamennirnir endurheimta þessi verðmæti sín þurfa þeir að nálgast þau á næstu lögreglustöð og borga upphæð sem samsvarar um 30 þúsund krónum. Hefur þessi breyting þegar öðlast gildi á Mallorca, Ibiza, Malaga og á Kanaríeyjum svo dæmi séu tekin.
Töluvert hefur verið rætt um ágang ferðamanna á Spáni og vilja sumir meina að þessi mikli fjöldi hafi hækkað fasteignaverð upp úr öllu valdi. Ferðamenn eru því ekki þeir vinsælustu í landinu þessi misserin, að minnsta kosti hjá ákveðnum hópi heimanna.
Á samfélagsmiðlum hafa birst myndir af lögreglumönnum framfylgja þessu banni sem tekur aðeins til opinberra staða eins og strandstaða. Á myndum má sjá lögreglumenn fjarlægja bekki, handklæði og sólhlífar svo dæmi séu tekin.