fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Gistipartý 12 ára stúlkna breyttist í martröð – Pabbinn dæmdur í fangelsi

Pressan
Mánudaginn 17. júní 2024 16:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Meyden, 57 ára karlmaður í Lake Oswego í Oregon í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi eftir að gistipartý dóttur hans og nokkurra vinkvenna breyttist í martröð.

Það var þann 26. ágúst í fyrrasumar að stúlkurnar, sem voru fjórar, ákváðu að gista saman. Stúlkurnar höfðu það notalegt, horfðu á bíómynd og þáðu svo ávaxtaþeyting með frosnu mangói sem Meyden hafði blandað fyrir þær svo þær færu ekki svangar að sofa.

Það sem stúlkurnar vissu ekki var að Michael hafði sett kæruleysislyf, svokallað benzodiazepin, í blönduna. Lagði hann hart að stúlkunum að klára drykkinn – jafnvel þó ein úr hópnum hafi sagt að skrýtið bragð væri af sínum drykk.

Stúlkurnar sem um ræðir voru fjórar saman og sendi ein þeirra SMS-skilaboð til móður sinnar rétt fyrir klukkan tvö aðfaranótt sunnudagsins 27. ágúst.

„Gerðu það mamma, geturðu sótt mig og sagt að það hafi komið upp neyðartilvik í fjölskyldunni. Mér finnst ég ekki örugg,“ sagði stúlkan sem hafði misst meðvitund en vaknað upp eftir miðnætti.

Ein stúlknanna sofnaði ekki og lýsti hún því hvernig Michael hefði komið í tíma og ótíma inn í herbergi stúlknanna til að athuga hvort þær væru sofandi. Foreldrar stúlkunnar sem sendi SMS komu og sóttu hana um nóttina og höfðu þeir um leið samband við hina foreldrana. Þegar stúlkurnar voru færðar undir læknishendur kom í ljós að þær höfðu innbyrt benzodiazepin.

Michael segist ekki hafa haft neitt illt í hyggju þetta kvöld og einfaldlega viljað hjálpa stúlkunum að sofna. Segist hann enn fremur hafa haft áhyggjur af því að stúlkurnar myndu laumast út þegar hann væri sjálfur farinn í háttinn. Michael baðst innilegrar afsökunar á gjörðum sínum fyrir dómi og sagði að líf hans, eins og hann þekkti það áður, væri ónýtt.

Michael þarf að sitja inni í tvö ár og verður á skilorði í þrjú ár þar á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna