fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Pressan

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Pressan
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:00

Brandon var skotinn í höfuðið þar sem hann svaf. Sökudólgurinn var sjö ára drengur sem þekkti hann ekkert.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ára drengur hefur játað að hafa orðið hinum 32 ára Brandon O‘Quinn Rasberry að bana þann 18. janúar 2022. Drengurinn var aðeins sjö ára þegar hann fór inn í húsbíl Brandons þar sem hann svaf og skaut hann í höfuðið.

Atvikið átti sér stað í Texas í Bandaríkjunum en vegna ungs aldurs drengsins verður hann ekki sóttur til saka og þarf ekki að sæta neinni ábyrgð.

Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að upp hafi vaknað grunsemdir þegar pilturinn ungi hótaði samnemanda sínum lífláti fyrir skemmstu og játaði að hafa framið morð áður.

Skólastjórinn tilkynnti málið til lögreglu og þegar lögregla ræddi við drenginn játaði hann að hafa drepið Brandon fyrir rúmum tveimur árum. Gat pilturinn lýst glæpnum í smáatriðum og bjó hann yfir upplýsingum sem ekki höfðu komið fram opinberlega áður.

Pilturinn var í heimsókn hjá afa sínum sem bjó á sömu slóðum og Brandon. Hann vissi að afi hans ætti skammbyssu í hanskahólfi bifreiðar sinnar og umrætt kvöld tók hann byssuna og laumaðist inn í bíl Brandons. Skaut hann Brandon í höfuðið áður en hann skilaði byssunni á sinn stað.

Lögregla segir að morðið hafi verið tilefnislaust með öllu. Þannig hafi drengurinn sagt að hann hefði aldrei átt í neinum samskiptum við Brandon og hann aldrei gert honum neitt. Hann hefði þó séð hann ganga um svæðið en það væru einu kynni hans af honum.

Lögregla lagði hald á byssuna og við rannsókn á henni kom í ljós að skothylki sem fundust á vettvangi voru úr byssunni.

Samkvæmt lögum í Texas er ekki hægt að draga barn til ábyrgðar fyrir glæp sé það undir 10 ára þegar glæpurinn var framinn. Í frétt News.com.au kemur fram að aðstandendur Brandons séu sárir yfir því að enginn verði dreginn til ábyrgðar fyrir morðið, en að sama skapi séu þeir í áfalli yfir því að sjö ára barn geti framið slíkan glæp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krufning varpar ljósi á dánarorsök Michael Mosley

Krufning varpar ljósi á dánarorsök Michael Mosley