Ástæðan er að nú þegar haustar fer fólk að vera meira innanhúss og þá er það í meira návígi við hvert annað og þar með eiga veirur auðveldar með berast á milli fólks.
CBS skýrir frá þessu og hefur eftir Nirav Shah, varaforstjóra bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC, að nauðsynlegt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fljótlega. Fram að þessu hafi þessir þrír öndunarfærasjúkdómar stýrt lífi okkar en nú sé lag til að breyta því.
CDC mælti með því í síðustu viku að allir sex mánaða og eldri verði bólusettir með nýrri og bættri útgáfu af bóluefni gegn COVID-19. Einnig er mælt með því að allir eldri en sex mánaða verði bólusettir gegn inflúensunni.
Nú þegar eru innlagnir, af völdum COVID-19, farnar að aukast í Bandaríkjunum.