fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára drengur er á batavegi eftir að hafa verið skotinn af lögreglumanni sem kom heim til hans eftir að drengurinn hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð lögreglun.

Drengurinn, sem heitir Aderrien Murry, hringdi og bað um aðstoð lögreglu á heimili sitt í Indianola í Mississippi vegna heimilisófriðar.

CNN hefur eftir móður hans, Nakala Murry, að barnsfaðir hennar hafi komið heim til hennar og hafi verið æstur og hafi hún því beðið Aderrien að hringja í lögregluna til öryggis.

Hún sagði að lögreglumaður hafi mætt á svæðið og komið upp að útidyrunum með skammbyssu í hönd. Hann hafi beðið þá sem voru inni að koma út. Þegar Aderrien hafi komið fyrir horn út úr stofunni hafi hann verið skotinn. „Ég skil þetta ekki. Sami lögreglumaður sagði honum að koma út úr húsinu og hann gerði það og var skotinn. Hann spurði í sífellu: „Af hverju skaut hann mig? Hvað gerði ég rangt?“,“ sagði hún.

Hún sagði að Aderrien hafi verið fluttur á sjúkrahús með samanfallið lunga, brákuð rifbein og skaddaða lifur. Hann var settur í öndunarvél og barkaþræddur. Hann fékk að fara heim nokkrum dögum síðar.

Lögreglan í Indiana staðfesti í samtali við CNN að lögreglumaðurinn sem skaut Aderrien heiti Greg Capers en veitti ekki frekari upplýsingar um málið.

Lögmaður Murray fjölskyldunnar sagði að Capers hafi verið sendur í leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum