fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Hver er maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Madeleine McCann?

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litla breska stúlkan Madeleine McCann var í fríi með fjölskyldu sinni á ferðamannastaðnum Praia da Luz í Portúgal í maí árið 2007, þegar hún hvarf sporlaust úr herbergi sínu á meðan foreldrar hennar voru að snæðingi á nálægum veitingastað. Ekkert hefur spurst til stúkunnar síðar, þrátt fyrir ítarlega leit. Foreldrar hennar hafa þó ekki gefið upp vonina og stíga reglulega fram í von um að hreyfa við þeim embættum sem fara með rannsókn málsins.

Frá því var greint í gær að lögreglan í Portúgal hafi ákveðið að hefja rannsókn að nýju eftir að vísbendingar bárust frá þýskum yfirvöldum. Leitin hefur verið afmörkuð við stíflu sem er í um 50 kílómetra fjarlægð frá íbúðinni sem Madeleine hvarf úr. Við þessa stíflu er talið að þýskur karlmaður, sem grunaður er um að hafa numið Madeleine á brott, hafi athafnað sig, en hann er sagður hafa kallað staðinn „litlu paradísina“ sína. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla leitar við stífluna, en slík leit var einnig framkvæmd árið 2008.

En hvaða maður er þetta, sem grunaður er um voðaverkið?

Christian Brueckner var fyrst orðaður við hvarf Madeleine sumarið sem hún hvarf, en það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hann varð formlega sakborningur í málinu. Er talið að húsbíll í hans eigu hafi sést nærri Praia da Luz þegar Madeleine hvarf.

Christian er þekktur glæpamaður sem hefur ítrekað gerst uppvís af innbrotum og eins verið orðaður við kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Hann er fæddur árið 1976 og flutti til Portúgal sem táningur. Er talið að hann hafi búið í Portúgal á árunum 1995-2007 þar sem hann vann í veitingabransanum. Hann er sagður um 185 cm á hæð, er grannvaxinn með stutt ljóst hár.

Hann er sem stendur í fangelsi að afplána 7 ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot sem eru talin hafa átt sér stað á árunum 2000-2007. Lögreglan í Þýskalandi kveðst hafa áreiðanlegar sannanir fyrir því að Madeleine sé dáin, en þetta hefur þó ekki verið staðreynt af portúgölskum eða breskum lögregluyfirvöldum.

Lögreglan í Þýskalandi telur sig nú hafa fundið sönnunargögn um að Madeleine hafi verið inn í húsbíl Christians. Gögn sýni að hann hafi fengið símtal kvöldið sem Madeleine hvarf og þá hafi hann verið staðsettur nærri íbúðinni sem stúlkan dvaldi í. Christian hefur þó neitað sök og segist hafa verið mörgum kílómetrum í burtu ásamt ungri þýskri konu. Hann hafi skutlað þessari konu, sem var í fríi með fjölskyldu sinni, á flugvöll og á þeirri leið hafi þau verið stöðvuð af lögreglu og mynduð.

Nákvæmlega 10 árum eftir að Madeleine hvarf er Christian sagður hafa verið staddur á knæpu í Portúgal þegar fjallað var um hvarf stúlkunnar í fréttatímanum. Mun Christian hafa sagt viðstöddum að hann vissi allt um örlög stúlkunnar og síðan hafi hann tekið upp síma sinn og sýnt vini sínum myndband þar sem hann sást nauðga konu. Skömmu áður hafði Christian hlotið 15 mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn barni og fyrir framleiðslu og vörslu barnaníðsefnis. Árið 2018 var hann framseldur til Ítalíu þar sem hann var ákærður fyrri að hafa nauðgað amerískri stúlku árið 2007, en erfðaefni hans hafði fundist á vettvangi glæpsins. Ári síðar var hann sakfelldur fyrir að hafa nauðgað 72 ára gömlu konunni, sem var amerískur ferðamaður, en konan sagði ljóst að Christian hafi haft nautn af því að pynta hana. Telur lögreglan að Christian hafi fyrst ætlað að ræna konuna en síðan hafi hann skipt um skoðun og ákveðið að nauðga henni. Var Christan sakfelldur fyrir nauðgunina og er sem stendur í afplánun.

Christian á að baki sér um 17 sakfellingar fyrir innbrot, en hann herjaði einkum á hótel og íbúðir sem leigðar eru út til ferðamanna og hann hefur einnig hlotið fjölda dóma fyrir fíkniefnabrot, bæði fyrir vörslu og fyrir sölu.

Portúgalska lögreglan gaf Christian stöðu sakbornings í máli Madeleine McCann fyrir ári síðan, en það er í fyrsta sinn sem embættið er með tiltekinn sakborning í málinu síðan foreldrar stúlkunnar fengu þá stöðu skömmu eftir hvarfið. Foreldrarnir voru síðan hreinsaðir af öllum grun.

Er Christian raðmorðingi?

Christian hefur verið orðaður við hvarf fleiri barna, þar á meðal sex ára drengs sem hvarf í Portúgal árið 2000, fimm ára stúlku sem hvarf í Þýskalandi árið 2015 og nokkur til viðbótar.

Árið 2020 var Christian til rannsóknar vegna nauðgunar og morðs 15 ára drengs frá Þýskalandi, Tristan Brubach. Tristan sást seinast á lífi í Frankfurt árið 1998. Þrír unglingar, sáu Christian á lífi um þrjú leytið og um tíu mínútum síðar sáu þeir karlmann athafna sig í göngum þar sem hann var að koma einhverju fyrir á steyptu undirlagi. Lýsing þeirra á manninum kom heim og saman við útlit Christians. Líkamsleifar Tristans fundust svo á þessum stað og ljóst var að hann hafði verið beittur hrottalegu ofbeldi áður en hann lét lífið í kjölfar þess að þrengt var að öndunarvegi hans.

Belgísk yfirvöld hafa líka rannsakað Christian vegna morðs 16 ára stúlkunnar Carola Titze sem hvarf í júlí árið 1996, en hún var í fríi með foreldrum sínum í belgískum strandbæ. Líkamsleifar hennar fundust sex dögum síðar. Rétt fyrir hvarfið hafði hún sést á skemmtistað með þýskum manni sem lögreglu tókst ekki að hafa upp á.

Dæmi um fleiri mál sem Christian hefur verið orðaður við eru harf Ingu Gehrike sem hvar í maí 2015, en hún hefur verið kölluð hin þýska Madeleine. Inga var 5 ára gömul þegar hún hvarf úr lautarferð með fjölskyldu sinni, en þar rétt hjá átti Christian eign. Hann var þó útilokaður sem sakborningur árið 2021. Ekkert hefur spurst til Ingu síðan og er talið að eina líklega skýringin sé sú að hún hafi verið numin á brott. Þýskir fjölmiðlar hafa þó velt því fyrir sér hvort lögregla hefði átt að leita að tengingu við Christian betur.

Síðan er það hvarf hins sex ára gamla René Hasee sem hvarf í fríi á Portúgal í júní árið 1996. Hann var að ferðast með foreldrum sínum í húsbíl og daginn sem René hvarf ákvað fjölskyldan að skella sér á ströndina. Á meðan þau röltu að sjónum ákvað René að hlaupa á undan fjölskyldu sinni, en svo hvarf hann skyndilega sporlaust, og aðeins 30 kílómetrum frá íbúðinni þar sem Madeleine átti eftir að hverfa tæpum 11 árum síðar. Faðir René er sannfærður um að þarna hafi Christian verið að verki.

Peggy Knobloch hvarf árið 2001 í Þýskalandi á leið sinni heim úr skólanum. Hún var níu ára gömul. Síðan liðu 15 ár áður en líkamsleifar hennar fundust. Karlmaður hefur játað að hafa grafið lík hennar niður í skógi nokkrum, en neitar þó að hafa banað henni og segist hafa tekið við líkinu frá öðrum manni. Peggy fannst um 160 kílómetrum frá heimabæ Christians og árið 2020 ákvað lögreglan í Þýskalandi að kanna hvort hann tengist mögulega málinu.

Árið 2020 bárust fréttir af því að lögreglan í Hollandi væri að rannsaka hvort Christian tengdist hvarfi sjö ára drengs sem hvarf árið 1996. Hann hafði skotist frá til að kaupa sér snakk en skilaði sér aldrei aftur á ströndina þar sem fjölskylda hans var að njóta blíðunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?