fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Pressan

Ný rannsókn – Magahjáveituaðgerðir lengja lífið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 15:00

Magahjáveituaðgerðir lengja líf fólks samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá draga magahjáveituaðgerðir úr líkunum á ótímabærum dauða. Þetta á sérstaklega við um dauða af völdum offitutengdra sjúkdóma á borð við krabbamein, sykursýki og hjartasjúkdóma.

Rannsóknin náði til 22.000 manns og yfir 40 ára tímabil. Fólkið fór í magahjáveituaðgerð í Utah í Bandaríkjunum. CNN skýrir frá þessu.

Þegar þátttakendurnir í rannsókninni voru bornir saman við fólk í svipaðri þyngd kom í ljós að þeir sem fóru í aðgerð voru 16% síður líklegri til að deyja af hvaða dánarorsök sem var. Ef horft er til sjúkdóma sem tengjast offitu, til dæmis hjartasjúkdóma, krabbameins og sykursýki, var munurinn enn meiri.

Líkurnar andláti af völdum hjartasjúkdóma voru 29% lægri og af völdum krabbameins um 43% að sögn Ted Adams, sem er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Hann sagði einnig að dauðsföllum tengdum sykursýki hafi einnig fækkað mjög mikið eða um 72% miðað við þá sem fóru ekki í aðgerð.

En slæmur fylgifiskur magahjáveituaðgerða kom einnig í ljós í rannsókninni því ungt fólk, sem fór í aðgerð, var í meiri hættu á að taka eigið líf.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Obesity.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“

Rannsaka ummæli háttsetts lögreglumanns – Sagði nauðganir vera „kynlíf sem séð væri eftir“
Pressan
Í gær

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“

Segir líf Corinnu Schumacher vera eins og tíu ára fangelsisvist – „Þetta er hræðileg staða“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli

Unglingur næstum hálshöggvinn á leikvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum

Óútskýrð ófrjósemi kvenna tengist genum sem valda krabbameini og hjartasjúkdómum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði

Maður fannst látinn – Kalt vatn rann niður bak nýs eiganda páfagauks hans þegar fuglinn talaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli

NASA staðfestir að við getum breytt stefnu loftsteina – En það er einn galli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?

Þetta gátu afi þinn og amma en þú getur þetta örugglega ekki – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið

Hornsteinar lífsins, sem voru teknir á loftsteininum Ryugu, eru eldri en sólkerfið