fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Þessi mistök gera margir þegar þeir setja í uppþvottavélina

Pressan
Sunnudaginn 3. desember 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega er uppþvottavél á flestum heimilum hér á landi. Það virðast svo sem ekki vera nein geimvísindi hvernig á setja í slíkar vélar en samt sem áður gera margir ákveðin mistök þegar þeir raða í vélina sína.

Eitt það mikilvægasta, sem maður gerir þegar sett er í uppþvottavél, er að raða skynsamlega í hana. Það er að segja, ekki setja alltof þétt í hana. Til dæmis eiga skálar og diskar ekki að standa hlið við hlið, því þá nær vélina ekki að þvo þá almennilega.  Gættu þess einnig að djúpir diskar, skálar og þess háttar séu staðsett þannig að vatnið „festist“ ekki í þeim.

Flestar uppþvottavélar eru með að minnsta kosti tvær hæðir og hugsanlega þá þriðju fyrir hnífapörin. Neðsta hæðin er yfirleitt fyrir diska, skálar og aðra stóra hluti en sú efri er yfirleitt fyrir glös og bolla.

Í efri grindinni eru yfirleitt stuttir teinar til að glös geti staðið upprétt án þess að detta en það er mikilvægt að setja glösin ekki yfir þessa teina. Ef það er gert þá geta myndast blettir á þeim og þau geta jafnvel brotnað. Glösin eiga að halla upp að stöngunum.

Hvað varðar hnífapör þá er rétt að hafa í huga að það er ekki sama hvernig þeim er komið fyrir í vélinni ef maður vill fá þau eins hrein og hægt er. Ef það er grind fyrir hnífapörin þá á að láta „haus“ gafla vísa að miðjunni en „haus“ hnífa frá henni. En skeiðar á að láta snúa á víxl með „hausinn“ í átt að miðjunni og frá henni.  Ef það er karfa fyrir hnífapörin þá á að láta „hausinn“ á öllu snúa upp. Það eykur líkurnar á að hnífapörin verði hrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli