fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Pressan

Ákváðu að ná sér niður á kennaranum fyrir að gefa öðrum þeirra slæma einkunn – Grét í dómsal og sagðist vilja fara aftur í tímann

Pressan
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingur í Iowa, Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa barið spænsku kennara til dauða árið 2021. Dómur var kveðinn upp í gær.

Kennarinn, hin 66 ára gamla Nohema Graber, átti sér einskis ills von er hún hélt í daglega hressingargöngutúr sinn í almenningsgarði skammt frá heimili sínu. Þar vék hinn 18 ára gamli Jeremy Goodale, og vinur hans Willard Miller, að kennaranum og börðu með hafnaboltakylfu þar til bani hlaust af. Félagarnir höfðu setið um kennarann, kynnt sér rútínu hennar, og ætluðu sér að vinna henni mein.
„Mér þykir þetta svo virkilega, virkilega leitt. Það sem ég hef tekið frá ykkur verður aldrei bætt. Á hverjum degi vildi ég óska þess að ég gæti farið aftur í tímann og stöðvað sjálfan mig, komið í veg fyrir þennan missi og þann sársauka sem ég hef valdið öllum,“ sagði Jeremy grátandi við fjölskyldu kennarans rétt áður en refsing hans var ákveðin.

Báðir drengirnir voru 16 ára þegar þeir frömdu morðið. Þeir ákváðu að myrða kennarann sinn eftir að hún gaf Willard slæma einkunn. Morðið mun hafa verið hugmynd Willard, sem óttaðist að einkunnin kæmi í veg fyrir að hann gæti farið í skiptinám.

Báðir drengirnir voru dregnir fyrir dóm sem fullorðnir væru, eða með öðrum orðum þótti brot þeirra það alvarlegt að þeir þyrftu að svara fyrir það sem fullorðnir einstaklingar og þar með eiga yfir höfði sér fullan refsiramma hegningarlaga. Hefðu þeir verið ákærðir sem ungmenni hefði þurfti að gera þeim mun vægari refsingu.

Willard var í júlí dæmdur í lífstíðar fangelsi, en honum mun ekki gefast kostur á reynslulausn fyrr en eftir minnst 35 ár.

Fjölskyldan í molum

Jeremy fékk ögn vægari lífstíðardóm en honum mun gefast kostur á reynslulausn eftir minnst 25 ár. Dómari tók fram að ljóst væri að Jeremy sæi virkilega eftir brotinu. Hér væri á ferðinni greindur drengur sem hafi ekki hugleitt hvaða afleiðingar háttsemi hans gæti haft með sér. Hann hefði þó verði nógu gamall til að stoppa sjálfan sig af.

Eftir að drengirnir höfðu drepið kennarann sinn komu þeir henni á hjólbörur og fluttu lík hennar. Þeir losuðu sig við hana næri lestarteinum og huldu með yfirbreiðslu. Loks hvolfdu þeir hjólbörunum yfir hana.

Nohema Graber var fædd í Mexíkó. Hún hafði áður starfað sem flugfreyja á meðan hún lærði til flugmanns. Eftir að hún gifti sig flutti hún í smábæinn Fairfield og aflaði sér kennsluréttinda. Hún hafði starfað við gagnfræðaskólann í Fairfield frá árinu 2012. Skömmu eftir að henni var banað tapaði eiginmaður hennar baráttu sinni við krabbamein. Hjónin létu eftir sig þrjú börn.

Allt í allt stigu 10 aðstandendur kennarans fram fyrir dómi og lásu upp yfirlýsingu um afleiðingarnar sem morðið hefði haft á líf þeirra.

CBS fréttastofan greinir frá því að Jeremy hafi átt erfitt með að hlýða á þessar yfirlýsingar og felldi tár.

Tengdabróðir Nohemu sagði að morðið hefði eyðilagt fjölskylduna og ljóst væri að bróðir hans hefði misst baráttuþrekið í krabbameinsmeðferðinni. Hann tók fram að vissulega liti allt út fyrir að Jeremy sæi eftir broti sínu, en það gæti þó verið uppgerð.

„Ég ver að segja að háttsemi þín vekur upp efa. Þú ert núna orðinn fullorðinn. Þú ert rúmlega 18 ára en samt ertu með verjanda, sem talar þínu máli svo þú getir sloppið undan refsingu fyrir þennan hrottalega glæp. Það hljómar ekki eins og eftirsjá fyrir mér.“

Dómarinn taldi þó að Jeremy væri töluvert líklegri en Willard til að verða betri maður. Hún óskaði honum því alls góðs og sagðist vongóð fyrir framtíð hans, eftir að hann hefur setið af sér refsingu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni

Vísindamenn vita ekki hvað er í gangi – Dularfullir geislar skella á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims

Uppgötvuðu „sjófjall“ tvisvar sinnum hærra en hæsta bygging heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt

Hann var að bursta tennurnar þegar óhappið varð – Læknar höfðu aldrei séð neitt þessu líkt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur

Fangelsisdómur fyrir son minn væri eins og dauðadómur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu

Óvenju mörg tilfelli af lungnabólgu greinst að undanförnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur

Ætla að rannsaka hugsanlegar aukaverkanir kórónuveirubóluefna á konur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin

Óttast innrás „ofursvína“ í Bandaríkin