fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen – Leynileg rannsókn lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 05:43

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli á vormánuðum 2020 þegar Tom Hagen var handtekinn af norsku lögreglunni grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína Anne-Elisabeth. Hún hvarf þann 31. október 2018 af heimili þeirra hjóna í úthverfi Osló og hefur ekkert til hennar spurst síðan.

Tom var fljótlega látinn laus þar sem dómstólar höfnuðu gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar yfir honum.

Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram í málinu en það var VG sem skýrði frá þeim. Segir miðillinn að lögreglan hafi komið staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Tom og einnig var gripið til leynilegra húsleita og símhlerunar.

VG segir að Tom hafi alltaf verið samstarfsfús þegar lögreglan hefur beðið um aðgang að bankareikningum hans eða um eitthvað annað er tengist persónulegum málefnum hans. Sem dæmi má nefna að hann hefur afhent lögreglunni handskrifaða minnismiða og dagbækur.

Hann hefur enn stöðu grunaðs í málinu og því vill lögreglan ekki veita miklar upplýsingar um málið.

Allt frá því að Anne-Elisabeth hvarf frá heimili sínu hefur lögreglan leitað svara við einni grundvallarspurningu: Hvað varð um Anne-Elisabeth Hagen?

En henni hefur ekki tekist að leysa málið. Hún er þó fullviss um að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?