fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

433
Föstudaginn 4. júlí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Rúnarsson, einn eiganda Fótbolta.net vandar landsliðsþjálfaranum, Þorsteini Halldórssyni og Knattspyrnusambandi Íslands ekki kveðjurnar á X-inu.

Nú er í gangi Evrópumót kvenna og hefur borið á gagnrýni á KSÍ fyrir aðgengi fjölmiðla að liðinu. Fáar útvaldar fara í viðtöl og er það sambandið sem velur leikmennina.

Daníel er ósáttur með þetta en ekki síður hvernig Þorsteinn svarar fyrir hlutina í fjölmiðlum og þá sérstaklega hvernig hann talar um fjölmiðlamennina sem fylgja liðinu. „Ég ráðlegg þeim alveg í kringum þetta en á endanum þurfa þær að ákveða sjálfar hvernig þær meðhöndla það. Ég er ekki að banna þeim neitt en ég ráðlegg þeim að lesa ekki neitt af bullinu eftir ykkur,“ sagði Þorsteinn við Fótbolta.net í gær.

Við þetta er Daníel óhress og byrjar á að skrifa. „Fjölmiðlar eru að rembast við að elta kvennaliðið á einhverju dýrasta EM allra tíma. Vikan fyrir einn mann er á svona 1-1.5m. Kostnaður íslenskra miðla telur líklega í tugum milljóna. Aðgengið að liðinu versnar á hverju móti og viðmót þjálfarans er svona,“ skrifar Daníel.

Hann segir engan sem kemur að liðinu hafa gert neitt til að vekja athygli á liðinu fyrir mót. „Sambandið, leikmenn og aðrir í kringum liðið gerðu ekkert til að auka umfjöllun um liðið fyrir mót. Skætingur í viðtölum við leikmenn, engin media moment dagana fyrir eða við brottför. Ekkert samráð á milli KSÍ og fjölmiðla fyrir mótið.“

Daníel segir að fjölmiðlar tapi peningum á að elta landsliðið. „Það þarf samstillt átak allra til að fá athygli og stemmingu hjá þjóðinni fyrir þessum mótum og í þeim tangó hafa fjölmiðlar dansað einir þetta sumarið í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum á umfjölluninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum