fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Breskur heimilislæknir dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir óþarfar typpaskoðanir

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi breskur heimilislæknir, Dr. Gregory Manson, 56 ár gamall, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðislega áreitni í garð fjölmargra sjúklinga.

Dómurinn var kveðinn upp við dómstól í Canterbury (Canterbury Crown Court). Gregory Manson er sagður hafa dulbúið kynferðislega misnotkun í búning læknisskoðana í í um tvo áratugi. Hann hóf störf árið 1998 en missti lækningaleyfið árið 2017 í skugga ásakana um kynferðisbrot.

Manson var sakfelldur fyrir brot gegn níu mönnum. Einn þeirra sagðist hafa verið svo skelfingu lostinn eftir misnotkun læknisins að honum var um megn að fara til hans aftur.

Manson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir alls 12 brot gegn þessum níu mönnum. Ekki tókst að sanna önnur 18 meint brot hans.

Manson var sakaður um ónauðsynlega skoðun á kynfærum unglingspilta og karlmanna sem voru með hósta eða höfuðverk. Hann var einnig sagður hafa girt niður um suma mennina án leyfis.

Dómari sakaði Manson um að hafa brotið gegn karlkyns sjúklingum allan sinn feril sem læknir. „Af því að þú beittir misnotkun þinni undir yfirskini læknisskoðana vissu sumir mennirnir ekki að þú væri að snerta þá í kynferðislegum tilgangi. Það má ekki gleymast að þú braust gegn þeim með þessum hætti.“

Manson er sakaður um gífulega misnotkun á trausti og sagði dómarinn að vegna þess að fólk treystir almennt heimilislæknum hafi verið auðvelt fyrir hann að brjóta gegn sjúklingum sínum. Brot hans voru sögð vera úthugsuð og fullkomlega að yfirlögðu ráði.

Sjá nánar á Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum