fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hrollvekjandi sænsk lögregluskýrsla – Glæpamenn hafa komið sér fyrir á öllum stigum samfélagsins

Pressan
Mánudaginn 6. febrúar 2023 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæpagengi eru umsvifamikil í Svíþjóð og eru stórt vandamál þar í landi. Svo stórt að nú eru að minnsta kosti 40 glæpagengi, sem byggjast að stórum hluta upp á fjölskylduböndum, sem hafa það eina markmið að skipuleggja og kerfisvæða afbrot.

Þetta sagði Mats Löfving, ríkislögreglustjóri í Svíþjóð, nýlega í viðtali við Sænska ríkisútvarpið. Hann sagði einnig að Svíar séu of „barnalegir“ hvað varðar glæpagengin.

Í nýrri leynilegri lögregluskýrslu, sem dagblaðið Expressen hefur komist yfir, kemur fram að mörg af þessum glæpagengjum hafi nú öðlast svo mikil völd í samfélaginu að félagar í þeim séu búnir að koma sér fyrir í stjórnmálaflokkum, hjá atvinnumiðlunum, í fasteignageiranum, á sjúkrahúsum og í bönkum.

Í skýrslunni kemur fram að vandinn sé mestur í Södertälje, sem er bær nærri Stokkhólmi, en þar eru fjölskylduglæpagengin sögð hafa komið sér fyrir í nær öllum lögum samfélagsins. Einnig segir að á sama tíma og hægt er að tengja hluta af þessum glæpagengjum við sprengjutilræði og skotárásir sinni aðrir félagar í þeim störfum í atvinnulífinu.

„Það er mat lögreglunnar að félagar í Södertälje-genginu telji sig ekki vera glæpamenn, heldur verktaka. Markmið og þarfir glæpagengisins eru mikilvægust en sænsk lög og reglur koma þar á eftir,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Skýrslan var gerð í byrjun árs en hefur verið haldið leynilegri. Expressen segir að í henni komi fram að fjórir aðilar úr Södertälje-genginu hafi setið á þingi á síðustu tveimur áratugum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug