Lögreglan í Ástralíu leitar nú af manni sem var af eftirlitsmyndavélum kynlífstækjaverslunar staðinn af verki við að stela því sem lýst er sem „mjög stórum gervilim“.
Á myndskeiðinu sem eigandi verslunarinnar hefur birt má sjá þjófinn grípa liminn, sem var sýningareintak, horfa á það um stund og stinga því svo í vasann.
Maðurinn gengur svo áfram um verslunina, skoðar aðrar vörur, og gengur svo út.
Eigandi verslunarinnar, Ash, uppgötvaði í framhaldinu að stærsta sýniseintak þeirra af gervilim var horfið.
Hún sagði í samtali við The Chronicle: „Þetta er mjög stór hlutur til að stela, ég giska að út frá því hvernig hann stakk þessu í vasa sinn þá hafi starfsfólkið ekki séð þetta.“
Limurinn umræddi kostar rúmlega 20 þúsund krónur og telur eigandinn það geta verið ástæðuna fyrir því að maðurinn hreinlega stal honum. Hins vegar hafi þetta verið sýningareintak sem fjöldi fólks hafði snert. Sjálf segir Ash að þetta væri ekki nokkuð sem henni hefði dottið til hugar að stela sjálfri.