fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Pressan

Lögreglan leitar logandi ljósi að manni sem stal sýniseintaki af „mjög stórum“ gervilim

Pressan
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Ástralíu leitar nú af manni sem var af eftirlitsmyndavélum kynlífstækjaverslunar staðinn af verki við að stela því sem lýst er sem „mjög stórum gervilim“.

Á myndskeiðinu sem eigandi verslunarinnar hefur birt má sjá þjófinn grípa liminn, sem var sýningareintak, horfa á það um stund og stinga því svo í vasann.

Maðurinn gengur svo áfram um verslunina, skoðar aðrar vörur, og gengur svo út.

Eigandi verslunarinnar, Ash, uppgötvaði í framhaldinu að stærsta sýniseintak þeirra af gervilim var horfið.

Hún sagði í samtali við The Chronicle: „Þetta er mjög stór hlutur til að stela, ég giska að út frá því hvernig hann stakk þessu í vasa sinn þá hafi starfsfólkið ekki séð þetta.“

Limurinn umræddi kostar rúmlega 20 þúsund krónur og telur eigandinn það geta verið ástæðuna fyrir því að maðurinn hreinlega stal honum. Hins vegar hafi þetta verið sýningareintak sem fjöldi fólks hafði snert. Sjálf segir Ash að þetta væri ekki nokkuð sem henni hefði dottið til hugar að stela sjálfri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur

Engin miskunn – 18 milljónir í sekt fyrir of hraðan akstur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir

Samsæriskenningasmiðirnir „Bonnie og Clyde“ sakfelld fyrir fyrirætluð skemmdarverk og árásir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum

Amazon þarf að greiða 600 milljónir vegna njósna starfsmanna – Upptökur úr svefnherbergjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein

Talaði við sjálfan sig og sagði sálfræðingi frá frábæru lífi sínu – Skjöl varpa ljósi á síðustu daga Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu

Brúðguminn deildi umslögum út til gestanna – Innihaldið kom öllum í opna skjöldu