fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Miklar áhyggjur af heilsu drottningarinnar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 17:00

Elísabet Bretadrottning. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflýsing Elísabetar Bretadrottningar á árlegum viðburði vekur áhyggjur af heilsu hennar. Drottningin sem er nú orðin 96 ára gömul ver sumrum sínum í Balmoral í Skotlandi og heldur að venju opnunarhátíð með pompi og prakti í garði kastalans í Aberdeenskíri. Viðburðinum var hins vegar aflýst á sunnudag og í stað hans fór fram minni samkoma án allra fjölmiðla.

Þetta er í fyrsta sinn sem drottningin sleppir viðburðinum fyrir utan þegar faraldur kórónuveirunnar geysaði. „Hefðbundna opnunarhátíðin í Balmoral er venjulega fastur liður í dagatali drottningarinnar og viðburður sem hún kann vel að meta, þá getur hún heilsað upp á innfædda sem ferðast til að sjá hana,“ sagði heimild Daily Mirror.

„Það er mjög svekkjandi að athöfnin muni ekki eiga sér stað eins og venjulega.“

Talsmenn Buckingham-hallar sögðu að dagskrá drottningarinnar hefði verið breytt til að hún yrði þægilegri fyrir hana. Á konunglegum viðburðum hefur drottningin einnig sést nota staf sér til stuðnings.

Drottningin er iðulega í Balmoral fram í október en gert er ráð fyrir því að hún komi aftur til Lundúna í stutta stund þann 6. spetember þegar Boris Johnson forsætisráðherra segir upp embætti. Eftir það er búist við því að hún snúi aftur til Skotlands.

Fyrr á árinu komst drottningin ekki á Royal Ascot, konunglegt kappreiðamót sem konungsfjölskyldan sækir á hverju ári. Það er einn uppáhalds árlegu viðburða drottningarinnar, samkvæmt sérfræðingum. Hún hefur sótt mótið á hverju ári síðan 1952. Að þessu sinni tóku Karl prins, Kamilla og Pétur Phillips hennar stað.

Hennar var einnig saknað á Epsom Derby, öðrum kappreiðum, og í þjónustu í Dómkirkju heilags Páls þegar hún fagnaði sjötíu árum sínum sem Bretadrottning. Heilsuvandamál drottningarinnar virðast hafa byrjað í fyrra, þegar hún neyddist til að missa af vopnahlésdagsþjónustu vegna tognaðs baks

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli