fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Pressan

Einn af hverjum 500 karlmönnum er með auka kynlitning

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 21:00

X og Y litningar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvisvar sinnum fleiri karlmenn, en áður var talið, eru með auka kynlitning eða einn af hverjum 500. Vísindamenn segja að þetta kalli á að frekari erfðafræðirannsóknir verði gerðar til að finna þá sem eru með auka kynlitning og eru þar með í aukinni hættu á að glíma við sjúkdóma.

The Guardian segir að niðurstaða rannsóknar á rúmlega 200.000 breskum karlmönnum, sem eru skráðir í UK Biobank, bendi til að 1 af hverjum 500 körlum sé með auka kynlitning, annað hvort X eða Y, en þetta eru helmingi fleiri en fyrri rannsóknir hafa bent til. Talið er líklegt að aðeins lítill hluti viðkomandi viti af þessu.

Flestir karlmenn eru með einn X eða Y litning en sumir fæðast með XXY eða XYY en það veldur aukinni hættu á margvíslegum heilsufarsvandamálum, allt frá sykursýki 2 til stíflaðra æða og lungnasjúkdóma.

Ken Ong, prófessor og einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að það hafi komið rannsakendum mjög á óvart hversu margir karlar eru með auka kynlitning.

Vísindamennirnir rannsökuðu erfðaefni 207.067 evrópskra karla á aldrinum 40 til 70 ára. 231 var með auka X-litning og 143 með auka Y-litning. Þeir sem eru skráðir hjá UK Biobank eru almennt heilbrigðari en aðrir en út frá niðurstöðum rannsóknarinnar á erfðaefni mannanna komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að 1 af hverjum 500 sé með auka kynlitning.

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Genetics in Medicine.

Karlar, sem eru með auka X-litning, greinast oft með hann þegar það hefur áhrif á kynþroska þeirra og frjósemi. Hann hefur einnig verið tengdur við meiri líkamsfitu, hugræn vandamál og persónuleikatruflanir.

Rannsóknin leiddi í ljós að karlar með XXY eru með töluvert minna magn testósteróns en þeir sem eru með XY. Það eru þrisvar sinnum meiri líkur á kynþroska þeirra seinki og fjórum sinnum meiri líkur á að þeir eignist ekki börn. XYY karlar hafa tilhneigingu til að vera hávaxnir á barnsaldri og á fullorðinsaldri en frjósemi þeirra virðist vera eðlileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars

Marsbíllinn Perseverance er búinn að eignast vin á Mars
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku

Gera tilraun með fjögurra daga vinnuviku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það

Vinnur þú þegar þú ert veik(ur)? Ekki gera það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli

Einföld augnrannsókn getur hugsanlega sagt fyrir um hættuna á hjartaáfalli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er

Washington DC gerir Sádi-Aröbum grikk – Breyta götunafninu þar sem sendiráðið er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?