fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Lukashenko segir Vesturlöndin geta sofið róleg – „Við erum ekki að ógna neinum“

pressan
Fimmtudaginn 5. maí 2022 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Hvíta Rússlands, Alexander Lukashenko, hefur staðið með Rússum og innrás þeirra í Úkraínu. Hefur hann eins veitt Rússum nokkuð lið án þess þó að taka með beinum hætti þátt í innrásinni og hefur hingað til sagst ekki ætla að gera slíkt.

Hann viðurkenndi í dag í samtali við AP fréttastofuna að þó svo hann telji innrásina réttlætanlega þá hafi hann aldrei búist við því að hún tæki þann tíma sem hún hefur tekið. Hann greindi einnig frá því að ekki standi til að Hvíta Rússland taki þátt í átökunum og hafi engan áhuga á því.

„Ég er ekki nægilega vel inn í þessu máli til að fullyrða neitt um hvort að þetta [innrás Rússa] sé að ganga eftir áætlun, líkt og Rússarnir halda fram,“ sagði Lukashenko. Hann tók einnig fram „Ég vil ítreka það enn einu sinni að mér finnst þessi hernaðaraðgerð hafa dregist á langinn.“ 

Lukashenko hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náin samskipti sín og stuðning við forseta Rússlands, Vladimir Pútin. Stuðningur Hvíta Rússlands við innrásinna hefur orðið þess til leiða að Hvíta Rússland hefur verið beitt efnahagsþvingunum. Eitthvað af herliði Rússa var sent á yfirráða svæði Hvíta Rússlands og þaðan réðust þeir inn til Úkraínu.

Notkun kjarnorkuvopna óásættanleg

Lukashenko segir þó í viðtalinu í dag að bæði hann og þjóð hans standi fyrir frið og kallaði ítrekað eftir því að „stríðinu“ ljúki – en yfirvöld í Rússlandi hafa bannað notkun orðsins „stríðs“ í sambandi við innrásina þeirra, heldur halda því fram að um „sérstakar hernaðaraðgerðir“ sé að ræða.

„Við samþykkjum aldrei nein stríð. Við höfum og erum að gera allt sem í okkar valdi stendur svo það verði ekki stríð. Þökk sé mér hafa samningaviðræður milli Úkraínu og Rússlands hafist,“ sagði Lukashenko.

Hann segir að notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu yrði óásættanleg þar sem Hvíta Rússland er þarna í næsta nágrenni. „Við erum ekki handan hafsins líkt og Bandaríkin.“

Lukashenko segir að Rússar geti ekki tapað „þessu stríði“ og að Hvíta Rússland sé eina landið í heiminum sem standi með Rússum á meðan „allt að 50 ríki hafi tekið höndum saman“ við Úkraínu.

Stóri bróðir

Hann tók einnig fram að Pútín sé ekki að leitast eftir beinum átökum við Nató og að Vesturlönd verði að tryggja að slíkt eigi sér ekki stað.

„Hann vill að öllum líkindum ekki alþjóðleg átök við Nató. Notið það. Notið þetta til að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að tryggja að það eigi sér ekki stað. Annars, jafnvel þó Pútín sé mótfallinn því, mun herinn bregðast við,“ sagði Lukashenko.

Hann kallar Pútín „stóra bróður“ sinn og sagði að forseti Rússa eigi ekki í „nánara, opnara eða vinalegra sambandi við nokkurn annan leiðtoga í heiminum líkt og hann á við forseta Hvíta Rússlands.“

Hann tók fram að Úkraínu stafi ekki hætta af Hvíta Rússlandi, jafnvel þó að heræfingar hafi átt sér stað í vikunni.

„Við erum ekki að ógna neinum og við munum ekki ógna og munum ekki gera slíkt. Ennfremur getum við ekki ógnað – við vitum hverjum við stöndum gegn, svo það að hefja einhvers konar átök, einvers konar stríð hér – er ekki eitthvað sem Hvíta Rússland vill. Svo Vesturlöndin geta sofið róleg.“

Bandaríkin stýri Úkraínu

Hann sakar þó Vesturlönd, þá einkum Bandaríkin, um að hafa espað upp deilurnar milli Rússa á Úkraínu.

„Bandaríkin vilja nýta þetta færi, vilja safna sér bandamönnum, og drekkja Rússum í stríðinu við Úkraínu. Það er markmið þeirra – að tækla Rússana og svo Kína.“

Hann telur einnig að forseti Úkraínu, Volodimír Zelensky taki við beinum skipunum frá Bandaríkjunum.

„Í dag er það ekki Zelensky sem ræður Úkraínu – með fullri virðingu, þetta er mitt mat, kannski hef ég rangt fyrir mér.“

Lukashenko telur einnig að ef Joe Biden Bandaríkjaforseti mælti fyrir um það myndi átökunum ljúka á innan við viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum

Blekkti eiginkonuna upp úr skónum
Pressan
Fyrir 1 viku

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
Pressan
Fyrir 1 viku

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum

Biden ætlar að þrengja að tóbaksframleiðendum – Minna nikótín í vörunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa