fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ævafornar veggmyndir fundust í Perú

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 12:00

Unnið við rannsókn á veggmyndunum. Mynd:Sâm Ghavami

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fornleifafræðinema fann nýlega 1.000 gamlar veggmyndir, sem eru í lit, í norðurhluta Perú. Myndirnar fundust upphaflega 1916 af hópi fjársjóðsleitarmanna. Þær eru í helli í Illimo sem er nærri borginni Chiclaya. En myndirnar gleymdust og enginn hafði séð þær í um eina öld þar til nemarnir fundu þær.

Þegar þær fundust fyrir rúmri öld tók Þjóðverjinn Hans Heinrich Bruning myndir af þeim. Í kjölfarið eyðilögðu grafræningar hluta af veggnum eftir að þeim var bannað taka muni úr hellinum og í kjölfarið gleymdist hann.

En öld síðar ákvað hópur fornleifafræðinema undir forystu Sam Ghavami, hjá háskólanum í Fribourg, að reyna að finna myndirnar á nýjan leik.

Það er ekki amalegt að finna svona gersemar. Sâm Ghavami

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók tvö ár að sannfæra landeigendur, sem er fjölskylda ein, um að leifa hópnum að halda til rannsókna á svæðinu. Leiðangurinn hófst 2019 en hlé var gert á honum 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann hófst síðan á nýjan leik á síðasta ári.

Fornleifafræðingar segja að veggmyndirnar séu frá níundu öld.

Luis Jaime Castillo, prófessor í fornleifafræði við Pontifical kaþólska háskólann í Perú, sagði að þetta sé einn áhugaverðasti og mikilvægasti fornleifafundur síðari ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli