fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Pressan

43 flóttamenn drukknuðu á sunnudaginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 22:40

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn drukknuðu 43 flóttamenn, þar á meðal 3 smábörn, þegar bát þeirra hvolfdi undan strönd Tarfaya í Marokkó. 10 komust lifandi í land.

Spænsku Caminando Fronteras mannúðarsamtökin skýrðu frá þessu. Samtökin hafa á síðustu árum bjargað fjölda mannslífa með því að tilkynna strandgæslu og öðrum björgunaraðilum um báta með flóttamenn sem eru í hafsnauð á Miðjarðarhafi eða Atlantshafi.

Báturinn var á leið til Kanaríeyja en um 100 kílómetrar eru þangað frá þeim stað þar sem bátnum hvolfdi skömmu eftir að hann lagði af stað.

Hjálparsamtökin Alarm Phone, sem aðstoða flóttafólk í hafsnauð, segja að 11 klukkustundir hafi liðið frá því að fyrsta neyðarkallið barst þar til björgunaraðgerðir hófust. Segja samtökin að hægt hefði verið að koma í veg fyrir manntjón.

Caminando Fronteras segja að rúmlega 4.000 flóttamenn hafi látist á síðasta ári þegar þeir reyndu að komast til Spánar, það eru tvöfalt fleiri en 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 200 lík í kjallaranum

Fundu 200 lík í kjallaranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yohana kom upp um morðingja sinn á síðustu sekúndum lífsins

Yohana kom upp um morðingja sinn á síðustu sekúndum lífsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegt mál skekur Svíþjóð – 14 ára stúlka var sögð hafa tekið eigið líf – Lögreglan trúði því ekki

Skelfilegt mál skekur Svíþjóð – 14 ára stúlka var sögð hafa tekið eigið líf – Lögreglan trúði því ekki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum

Norðurkóresk yfirvöld segjast hafa náð stjórn á kórónuveirufaraldrinum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu

Fyrsti rússneski hermaðurinn til að vera sakfelldur fyrir stríðsglæp í Úkraínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin

Segir að Trump hafi íhugað að hætta eftir „grab ‘em by the pussy“ ummælin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu

Segist vera tímaferðalangur og spáir miklum hamförum á árinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna

Var við dauðans dyr eftir notkun eyrnapinna