fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Lake Taupō ofureldfjallið er enn mjög virkt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 22:30

Ofureldfjall leynist undir vatninu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu 12.000 árum hefur Lake Taupō á Nýja-Sjálandi gosið nokkrum sinnum. Þetta er ofureldfjall og á þessum 12.000 árum hefur það risið og hnigið til skiptis.

Eldfjallið er undir vatni og samkvæmt mælingum þá rís land þar og fellur í sífellu. Það sýnir að eldfjallið er enn mjög virkt. Þetta mat er byggt á mælingum í rúmlega 40 ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í New Zealand Journal of Geology and Geophysics.

Árið 232 varð gríðarlegt gos í eldfjallinu, það stærsta á síðari tímum mannkynssögunnar, en þá sendi eldfjallið 120 rúmkílómetra af vikri og ösku út í andrúmsloftið.

The Guardian segir að vísindamenn hafi byrjað að fylgjast með landrisi við eldfjallið árið 1979. Mælitækjum hafi verið komið fyrir við það og allt frá þeim tíma hafi verið fylgst vel með því.

Peter Otway, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að vísindamennirnir hafi talið að ef eldfjallið væri enn virkt væri hægt að sjá merki um það þegar kvika færist til undir yfirborðinu.

Lítið gerðist fyrstu árin en 1983 dró til tíðinda þegar land fór að rísa stöðugt á einum stað og í kjölfarið fylgdu jarðskjálftar.

Landris hefur mælst 160 mm þar sem það er mest og annars staðar hefur það sigið um 140 mm.

Þessar mælingar auk gervihnattarmynda og jarðskjálftamælinga hafa sýnt að Taupō er enn virkt eldfjall.

Eleanor Mestel, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði að þrátt fyrir þetta sé engin ástæða til að hafa áhyggjur, það sé eðli eldfjalla að land rísi og sígi og að jarðskjálftar verði. Það þýði ekki nauðsynlega að eldfjallið sé að vakna til lífsins og að fara að gjósa á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi