fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Læknir segir að við höfum drukkið vatn á rangan hátt allt okkar líf

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 16:30

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú orðið nokkuð um liðið síðan fyrstu mennirnir komu fram á sjónarsviðið og þar sem tegundin hefur verið uppi í nokkur hundruð þúsund ár mætti ætla að hún vissi hvernig á að drekka vatn á réttan hátt.

En það gerir hún ekki, að minnsta kosti fæstir þeirra sem tilheyra þessari mögnuðu tegund sem ræður lögum og lofum hér á jörðinni. Að minnsta kosti er það mat Vipul Rustgi, læknis, að langflestir drekki vatn á rangan hátt.

Daily Star skýrir frá þessu. Eflaust spyrja sumir sig hvernig það geti verið að fólk drekki vatn á rangan hátt. Það sé nú varla svo flókið. En Rustgi segir að flestir geri ákveðin mistök þegar þeir drekka vatn og það geti valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum.

Rustgi, sem starfar sem læknir á Indlandi, segir að það að drekka vatn standandi geti verið skaðlegt fyrir líkama okkar. Hann segir að þetta geti truflað meltingarkerfið mjög alvarlega.

Hann segir að þetta geti valdið því að matur detti beint ofan í neðsta hluta magans úr vélindanu.

Hann segir að taugarnar spennist þegar vatn er drukkið hratt á meðan staðið er. Það raski vökvajafnvæginu og valdi því að magn eiturefna í líkamanum aukist og að meltingarkerfið eigi erfitt með að starfa.

Hann segir að það að drekka vatn standandi geti einnig valdið gigt því taugarnar séu spenntar og það geti valdið ójafnvægi vökvans í líkamanum. Það geti valdið því að vökvi safnist upp í liðum og það geti valdið gigtarvandamálum og tjóni á liðum.

Þetta getur einnig haft neikvæð áhrif á súrefnismagnið í líkamanum og þannig haft áhrif á lungun, hjartað og fleiri líffæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“