fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Ný kenning Kínverja um kórónuveiruna – Kemur harkalega niður á póststarfsmönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 06:51

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk yfirvöld reyna nú að berja útbreiðslu Ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar niður í landinu. Þau hafa nú gripið til ansi óvenjulegra aðgerða í því skyni og er óhætt að segja að póststarfsmenn finni fyrir þeim.

Framvegis verður að sótthreinsa öll bréf og pakka sem berast til Kína frá útlöndum. Auk þess hvetur kínverska póstþjónustan landsmenn til að vera ekki að panta neitt frá útlöndum. Ástæðan er að yfirvöld segja að póstsendingar frá útlöndum séu ein af hugsanlegum orsökum nýlegra smita af völdum Ómíkron í landinu. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Nú er barist við fjölda minniháttar faraldra í landinu, þar á meðal í Peking en þar fara vetrarólympíuleikarnir fram í febrúar. Það liggur því á að berja þessa litlu faraldra niður og ná að koma í veg fyrir að útbreiðsla Ómíkron verði enn meiri. Í gær greindust 127 smit í Kína.

Á síðustu dögum hafa embættismenn sagt að í sumu tilfellum sé hugsanlegt að fólk hafi smitast af pökkum eða bréfum sem bárust frá útlöndum. Þeirra á meðal er kona í Peking sem greindist með afbrigði, sem er þekkt í Norður-Ameríku, en hafði ekki verið nærri neinum smituðum.

Í gær var starfsfólki póstþjónustunnar fyrirskipað að sótthreinsa alla pakka og bréf sem berast til landsins. Einnig eiga þeir sem starfa við flokkun á pósti frá útlöndum að láta bólusetja sig aftur gegn kórónuveirunni.

Einnig á að halda innlendum og erlendum pósti algjörlega aðskildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana