fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Fleiri drónar sáust við sænskt kjarnorkuver og víðar í gær

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 07:55

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var tilkynnt um flug dróna við Forsmarks kjarnorkuverið í Svíþjóð og einnig barst fjöldi tilkynninga um dróna á flugi víða á Stokkhólmssvæðinu. Lögreglan og strandgæslan voru að störfum í skerjagarðinum og segist Aftonbladet hafa heimildir fyrir að lögreglan sé að rannsaka hvort drónarnir komi utan af hafi, hafi tekið á loft frá skipum eða bátum.

Lögreglan notaði þyrlu við leitina að drónunum. Talsmaður lögreglunnar sagði að fjöldi tilkynninga hafi borist frá almenningi og að lögreglumenn hafi séð fjölda dróna á flugi við Stokkhólm.

Expressen segir að „fullkominn dróni“ hafi sést við Drottningholms höllina í gærkvöldi. Meðal sjónarvotta voru nokkrir lögreglumenn. Fyrr um daginn sást dróni við Forsmarks kjarnorkuverið.

Á föstudaginn sáust stórir og fullkomnir drónar á flug við sænsk kjarnorkuver og víðar og hefur þetta valdið Svíum áhyggjum því þeir hafa miklar áhyggjur af framferði og ágangi Rússa þessa dagana og tengja margir flug drónanna við Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli