fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

13 ára sonur hennar smitaðist af kórónuveirunni – Það sem hún gerði næst kom henni í mikil vandræði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 06:01

Sarah Beam. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 13 ára sonur Sarah Beam, sem býr í Harris County greindist með kórónuveiruna greip hún til undarlegs úrræðis til að sleppa sjálf við að smitast. Þetta endaði með að lögreglan kærði hana fyrir að stefna lífi og heilsu drengsins í hættu.

CNN segir að Beam hafi verið kærð eftir að lögreglunni barst tilkynning frá sýnatökustað um að starfsfólk hefði fundið drenginn í skotti bifreiðar Beam þann 3. janúar. Starfsmaður tók eftir því að drengurinn var geymdur í skottinu þegar hún var að skrá upplýsingar um þá sem voru í bifreiðinni. „Hún sá kvenkynsökumann, sem síðar kom í ljós að var Sarah Beam, sem var með barn í skottinu,“ segir í kæru lögreglunnar.

Þegar lögreglan kom á vettvang sagði starfsfólkið að Beam hefði játað að vera með soninn í skottinu því hann hefði greinst með kórónuveiruna og að hún hafi bara verið að reyna að forðast að smitast af henni þegar hún ók með hann til frekari sýnatöku.

Starfsfólkið sagði Beam að ekki yrði tekið sýni úr drengnum fyrr en hún hefði hleypt honum úr skottinu og inn í farþegasæti bifreiðarinnar. Þegar lögreglan kom á vettvang sat hann í aftursætinu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu að hann hafði verið í skottinu og að móðir hans hafði hleypt honum úr því og inn í bifreiðina.

Beam var handtekin og sett í varðhald en var látin laus eftir að hún greiddi 1.500 dollara í tryggingu.

Ekki er vitað hvaða áhrif málið hefur á starf Beam en hún starfar sem grunnskólakennari en hún hefur verið send í leyfi á meðan rannsókn stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli