fbpx
Mánudagur 08.ágúst 2022
Pressan

Nýliðið sumar var það hlýjasta í sögunni í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. september 2021 16:33

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið var ansi hlýtt í Evrópu og samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Copernicus, sem er veðurþjónusta ESB, þá var sumarið það hlýjasta síðan mælingar hófust og var metið frá 2018 slegið.

Copernicus fylgist með þróun loftslagsmála og safnar gögnum frá evrópskum veðurstofum.

Meðalhitinn í júní, júlí og ágúst var 0,96 gráðum hærri en meðalhitinn á árunum 1991-2020 og var hitametið frá 2018 slegið með 0,1 gráðu.

Í skýrslunni kemur fram að sumarið hafi verið í svalara lagi í norðurhluta Evrópu en á móti kemur að það var mun hlýrra sunnar í álfunni. Ágúst var sérstaklega hlýr í sunnanverðri álfunni. Þar mældist hitinn til dæmis 48,8 gráður á Sikiley þann 11. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl

Lögreglan rannsakar mál áhrifavalds sem borðaði hvíthákarl
Pressan
Í gær

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“

Hættan á útrýmingu mannkyns vegna loftslagsbreytinga er „hættulega vanmetin“
Pressan
Í gær

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu

Vilja setja flóðhesta á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?

Hvað er í gangi? Jörðin snýst hraðar en áður, eða hvað?