fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Loftslagsvandinn jók líkurnar á flóðunum í Þýskalandi í sumar nífalt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 16:00

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg úrkoma var í Þýskalandi og Belgíu í júlí og orsakaði mikil flóð. Að minnsta kosti 222 létust og eignatjónið var mikið. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að vegna loftslagsbreytinganna voru nífalt meiri líkur á að óveður sem þetta skylli á en ella.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að rannsóknin sýni einnig að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert það að verkum að úrkoma á flóðasvæðunum sé orðin 20% meiri en áður. Niðurstaðan styður við niðurstöðu IPCC, loftslagsráðs SÞ, um að losun gróðurhúsalofttegunda sé aðalorsökin fyrir öfgafyllra veðri en áður. Má þar nefna að á síðustu mánuðum hafa mikil flóð verið í Vestur-Evrópu og Kína, hitabylgjur í Norður-Ameríku og skógareldar í Rússlandi, Grikklandi, Tyrklandi og Bandaríkjunum.

Höfundar rannsóknarinnar, sem eru frá the World Weather Attribution group, segja að samhliða hækkandi hitastigi muni miklum rigningum og flóðum í Vestur- og Mið-Evrópu fjölga. Þeir hafa áður komist að þeirri niðurstöðu að miklar hitabylgjur í Norður-Ameríku síðustu árin væru nær útilokaðar ef loftslagsbreytingarnar væru ekki að eiga sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?