fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Biden vill að ríki borgi einstaklingum fyrir að láta bólusetja sig

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 14:00

Joe Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallar eftir því að ríkin 50 sem mynda Bandaríkin taki upp á því að greiða hverjum þeim sem lætur fullbólusetja sig eitt hundrað Bandaríkjadali, um 12.400 íslenskar krónur. Þetta kom fram í ræðu Biden í Hvíta húsinu sem hann hélt í lok vikunnar.

Lagði hann til að fjármunirnir fyrir greiðslunum yrðu sóttir í styrktargreiðslur sem alríkið greiddi ríkjunum vegna Covid-19 faraldursins í mars á þessu ári. Styrkirnir, sem voru hluti af áætluninni „The American Rescue Plan“ námu milljörðum dala, hundruðum milljarða íslenskra króna.

„Ég veit að það að borga fólki fyrir að bólusetja sig gæti þótt ósanngjarnt gagnvart fólki sem hefur þegar látið bólusetja sig, en staðan er einfaldlega sú að ef hvatar hjálpa okkur að komast út úr þessum faraldri, þá ættum við að nýta þá hvata.“

Biden sagði jafnframt að víðtækar bólusetningar væru leið út úr faraldrinum. „Já, sumir munu áfram greinast jákvæðir fyrir Covid-19 þó þeir séu bólusettir, en það er líka þannig með önnur bóluefni við öðrum sjúkdómum og slík tilfelli eru sjaldgæf. Svo til öll tilfelli um andlát eða alvarleg veikindi af völdum Covid-19 varða einstaklinga úr röðum óbólusettra.“

Þá tilkynnti Biden að starfsmönnum alríkisins sem ekki hafa verið bólusettir verður gert skylt að ganga með grímu sama á hvaða starfsstöð er unnið, gangast undir skimun einu sinni til tvisvar í viku, aðgreina sig frá öðrum starfsmönnum. Þá verður þeim ekki leyft að ferðast vegna starfa sinna.

Myndbandið af ræðu Biden má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku