fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Pressan

Starfsfólk bandaríska alríkisins verður að láta bólusetja sig eða fara reglulega í sýnatöku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 06:59

Bólusett í Los Angeles. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess er vænst að á morgun muni Joe Biden, Bandaríkjaforseti, tilkynna að allir starfsmenn alríkisins verði að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni en ef þeir vilja það ekki verða þeir að fara reglulega í sýnatöku.

CNN skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum innan stjórnkerfisins. Biden staðfesti í gær að innan stjórnar hans væri verið að íhuga að skylda alríkisstarfsmenn til að láta bólusetja sig. „Það er verið að íhuga það núna,“ sagði forsetinn.

Smitum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum að undanförnu og hafa sérfræðingar og smitsjúkdómastofnun landsins, CDC, nú mælt með því að bólusett fólk noti andlitsgrímur við ákveðnar kringumstæður. CDC mælir með að bólusett fólk noti andlitsgrímur innanhúss á opinberum stöðum að sögn Rochelle Walensky, forstjóra stofnunarinnar. Þetta er kúvending hjá stofnuninni en fyrir nokkrum dögum varði hún ákvörðun sína frá í maí um að falla frá fyrri tilmælum um að bólusett fólk notaði andlitsgrímur. Stefnubreytinguna má rekja til aukinnar útbreiðslu Deltaafbrigðis veirunnar en það er mun meira smitandi en önnur afbrigði hennar.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu í gær kemur fram að á morgun muni Biden tilkynna „næstu skref“ til að reyna að fá fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Tæplega helmingur Bandaríkjamanna hefur lokið bólusetningu og 7,6% til viðbótar eru byrjuð á bólusetningaferlinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“

Martröðin raungerðist í garði manns sem átti sér einskis ills von – „Þetta var hrikalega hryllileg lífsreynsla“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19

Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina

Kennurum í Texas skipað að bjóða upp á „aðrar skoðanir“ hvað varðar Helförina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um viðbrögð Trump við árásinni á þinghúsið

Nýjar upplýsingar um viðbrögð Trump við árásinni á þinghúsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“

Stór breyting hjá British Airways – Ekki má lengur ávarpa farþega með „dömur mínar og herrar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar

Norður-Kórea rambar á barmi hungursneyðar