fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Neitar að láta bólusetja börnin sín – Gæti misst forræðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára tveggja barna danskur faðir, Kim Mulvad, á á hættu að missa forræði yfir tveimur börnum sínum því hann neitar að láta bólusetja þau gegn kórónuveirunni. Hann á 13 ára stúlku og 16 ára pilt með fyrrum eiginkonu sinni, Rikke, en ólíkt henni þá er hann mjög mótfallinn því að börnin verði bólusett.

„Ég er ekki á móti bóluefnum og lyfjum ef nægileg gögn liggja að baki þeim. En það er ekki enn þannig með kórónuveirubóluefnin og þess vegna vil ég ekki að börnin mín verði tilraunadýr þar sem einhverju, sem gerir framtíð þeirra óvissa, verði sprautað í þau,“ hefur B.T. eftir honum.

Af þessum sökum hefur Rikke nú sótt um fullt forræði yfir börnunum en þau hafa verið með sameiginlegt forræði fram að þessu. „Það er ekki ég sem vil láta bólusetja börnin, þau vilja það sjálf. Þau eiga sjálf að ráða þessu því þau eru orðin þetta gömul. Ég neyði þau ekki til neins og myndi aldrei gera það,“ hefur B.T. eftir Rikke sem bætti við: „Við förum fyrir dóm svo ég geti fengið fullt forræði og börnin geti tekið sína eigin ákvörðun. Það er það sem þetta snýst um. Þetta vilja börnin en það virðir hann ekki.“

Kim staðfesti að börnin vilji sjálf láta bólusetja sig en sagðist ekki telja að þau séu nægilega gömul til að geta sett sig inn í „þessa sýningu sem nú er í gangi“ því hann telur að samfélagslegur þrýstingur sé mikill um að láta bólusetja sig og að almenningur fái ekki allar upplýsingar um bóluefnin.

Börnin búa hjá móður sinni og að sögn Rikke og Kim þá vilja þau ekki lengur eiga samskipti við föður sinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið

Svona tryggir þú að taskan þín komi alltaf fyrst á farangursfæribandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim

Milljarðaverðmæti í gulli eru geymd undir New York – Nú þurfa eigendurnir kannski að flytja það heim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi

Kona lést eftir að hún festist í fatasöfnunargámi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?