fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Pressan

Enn einn Trump liðinn handtekinn fyrir njósnir – Vann á laun fyrir Arabísku furstadæmin

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 22:30

Tom Barrack er lengst til vinstri. mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Barrack, vinur og fyrrum samstarfsmaður Donalds Trumps og stjórnarformaður innsetningarnefndar Trumps hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa starfað á laun fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin, gegn hagsmunum Bandaríkjanna.

Strangar reglur gilda um hagsmunaskráningar æðstu starfsmanna bandaríska ríkisins og einstaklinga sem hafa aðgang að þeim starfsmönnum. Reglurnar um skráningar á tengslum við erlend ríki eru sérstaklega strangar.

Í ákærunni segir að Barrack hafi starfað í þágu Sameinuðu arabíska furstadæmanna í tvö ár á milli apríl 2016 og apríl 2018. Þá er hann jafnframt ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglumönnum. Mun Barrack meðal annars hafa lekið í stjórnvöld í Abu Dhabi efni einkasamtala hátt settra embættismanna í bandaríska stjórnkerfinu í aðdraganda og kjölfarið á samtölum leiðtoga furstadæmanna og Bandaríkjanna. Allt þetta var gert, að því er segir í ákærunni, með það að markmiði að hafa áhrif á skoðanir embættismanna og ákvarðanatöku stjórnvalda í Washington.

NBC greindi frá.

Þar segir jafnframt að allir þeir sem starfa í þágu erlendra stjórnvalda með einum eða öðrum hætti eru skráningarskyldir hjá FBI í Bandaríkjunum. Að gera það ekki varðar við lög um njósnir.

Kemur jafnframt fram í ákærunni að Barrack hafi meðal annars tekist að læða vissum orðum inn í ræður Trump er hann var frambjóðandi þar sem samstarfi við Sameinuðu arabísku furstadæmin var lofað.

Barrack var leiddur fyrir dómara á þriðjudaginn sem úrskurðaði hann í varðhald að minnsta kosti fram yfir helgi þegar tekið verður ákvörðun um hvort honum verði sleppt gegn tryggingu. Fram kemur í dómsskjölum að gögnin sem alríkissaksóknarar hafa úr að spila í málinu telja þúsundir. Þar á meðal eru þúsundir tölvupósta, smáskilaboða, iCloud gögn, flugskýrslur, gögn af samfélagsmiðlum, ljósmyndir, myndbönd og annað. Allt mun það, samkvæmt saksóknurum, sýna Barrack að störfum fyrir og að taka við skipunum frá stjórnvöldum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“

Loksins hefur Boris Johnson staðfest hvað hann á mörg börn – „Ég skipti um margar bleiur“
Pressan
Í gær

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt

Staðfest að líkið er af Gabby Petito og að hún var myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar

Dularfull smáskilaboð vekja athygli í máli Gabby Petito – Húsleit gerð hjá fjölskyldu unnusta hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna

Minnisblað varpar ljósi á áætlun lögmanna Trump um að ógilda niðurstöður forsetakosninganna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks

Of mikill frítími eykur ekki vellíðan fólks