fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Dularfullur dauði kjarneðlisfræðings – Tengist hann hylmingu?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 05:59

Harbin háskóli. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur vikum hrapaði Zhang Zhijian, 58 ára kínverskur kjarneðlisfræðingur, til bana en hann hrapaði niður af byggingu. Hann var einn þekktasti kjarneðlisfræðingur Kína og starfaði hjá Harbin verkfræðiháskólanum sem er leiðandi á sviði kjarneðlisfræði, rannsókna á djúpsævi og samskiptum. Andlát hans þykir ansi dularfullt en lítið hefur verið gefið upp um málsatvik. Í stuttri tilkynningu frá háskólanum, sem var birt á Weibo, sem er aðalsamfélagsmiðill Kínverja, segir að fyrstu niðurstöður rannsóknar lögreglunnar útiloki að um morð hafi verið að ræða.

„Það er með mikilli sorg sem Harbin háskóli tilkynnir að Zhang Zhijian, prófessor, féll því miður fram af byggingu og lést þann 17. júní 2021 klukkan 09.34. Háskólinn vottar samstarfsfólki hans samúð og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ segir í tilkynningu háskólans.

Andlát hans hefur hrundið mörgum samsæriskenningum af stað því hann var einn þekktasti kínverski kjarneðlisfræðingurinn og meðal þeirra fremstu á því sviði. Hann var varaforseti háskólans, félagi í kommúnistastjórn hans og varaforseti samtaka kínverskra kjarneðlisfræðinga. Fyrir tveimur árum hlaut hann Qian Sanqiang verðlaunin sem þykir mikill heiður en þau eru nefnd eftir stofnanda kínversku kjarnorkuáætlunarinnar. Í maí á síðasta ári hlaut hann æðstu verðlaun ríkisins sem eru veitt óbreyttum borgara. Þess utan er Harbin verkfræðiháskólinn umdeildur á Vesturlöndum því hann hefur náin tengsl við kínverska herinn. Þessu til viðbótar bar andlátið að á sama tíma og kínverska ríkisstjórnin er sökuð um að reyna að leyna því að geislavirk efni hafi sloppið út frá kjarnorkuveri.

En svo vill til að tveimur dögum áður en hann lést var nýr varaforseti háskólans útnefndur um leið og kínversk stjórnvöld viðurkenndu að vandamál hefðu komið upp í Taishan-kjarnorkuverinu sem er um 120 km vestan við Hong Kong. Fimm brennslueiningar skemmdust fyrir slysni en það var franskt raforkufyrirtæki, sem kom að uppsetningu kjarnorkuversins, sem tilkynnti fyrst um óhappið. Kínversk yfirvöld viðurkenndu ekki fyrr en 14 dögum síðar að óhapp hefði orðið. Það gerðist eftir að CNN hafði haldið því fram að yfirvöld hefðu gefið fyrirmæli um að hækka hættuviðmiðin utan kjarnakljúfsins.

Bandarísk yfirvöld telja Harbin háskóla vera nánast undir stjórn kínverska hersins og hafa beitt refsiaðgerðum gegn honum. Nemendur við hann fá ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og viðskiptaráðuneytið hefur sett margvíslegar hömlur á notkun og kaup háskólans á bandarískum tæknivörum.

Háskólinn var upphaflega undir stjórn hersins og er enn einn mikilvægasti útungunarstaðurinn fyrir háskólafólk sem fer síðan til starfa hjá hernum. Á Vesturlöndum er talið að allt að þriðjungur nemenda skólans gangi til liðs við herinn að námi loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“