fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Nýjar vendingar í hryllilegri harmsögu – Rannsóknir á símum og snjallúrum leiddu sannleikann í ljós – Ekki var allt sem sýndist

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. júní 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí á þessu ári greindi The Sun frá því að Caroline Crouch, 20 ára móðir frá Bretlandi, hafi verið pynduð til dauða fyrir framan eiginmann sinn, Charalambos Anagnostopoulos og 11 mánaða gamla dóttur sína. Anagnostopoulos hélt því fram að þrír menn hafi brotist inn á heimili þeirra í Grikklandi og myrt Crouch en eftir nánari rannsókn hefur það komið í ljós að ekki var allt sem sýndist.

Anagnostopoulos, sem er 32 ára gamall, sagði upphaflega að mennirnir hefðu brotist inn á heimili þeirra klukkan 5 um nóttina og bundið sig fastan áður en þeir pynduðu Caroline til dauða. Hann sagði mennina hafa tekið peninga og skartgripi að andvirði 2,3 milljóna í íslenskum krónum. Þá sagði hann einnig að þeir hefðu drepið hund fjölskyldunnar og látið lík hundsins hanga fram af svölunum á húsinu.

„Ég sá þrjá hettuklædda menn. Einn var hávaxinn. Þeir öskruðu og hótuðu á bjagaðri grísku,“ var Anagnostopoulos sagður hafa sagt við lögregluna. „Þeir bundu mig niður á stól og réðust svo á eiginkonuna mína“. „Það virðist vera sem konan hafi verið kyrkt af mönnunum,“ sagði yfirmaður lögreglunnar á svæðinu í samtali við The Times í maí. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu krufningarinnar en þá getum við séð hvort eða hvað var einnig gert við hana.“

Rannsóknin leiddi sannleikan í ljós

Nú hefur málið verið rannsakað betur og heldur lögreglan á svæðinu því nú fram að Anagnostopoulos hafi í raun logið um það sem gerðist. Farsímar og snjallúr parsins voru rannsökuð og leiddi það í ljós að Anagnostopoulos hafði ekki sagt rétt frá því sem hafði gerst. Anagnostopoulos hafði haldið því fram að hann hafi verið bundinn fastur en samkvæmt gögnum úr snjallúrinu var hann á hreyfingu á milli háaloftsins og kjallarans þegar innbrotið átti að hafa átt sér stað. The Sun fjallaði einnig um nýju vendingarnar í málinu.

Gríski rannsóknarlögreglumaðurinn Nikos Rigas sagði í samtali við gríska fjölmiðla að Anagnostopoulos hafi „reynt að búa til vettvang glæpsins með því markmiði að láta hann vitðast vera sannfærandi“. Þá segir Rigas að eftir að hundurinn var drepinn hafi ung dóttir þeirra verið lögð við hlið móður sinnar sem var þá þegar látin.

Anagnostopoulos hefur nú bæði játað að hafa orðið eiginkonu sinni að bana og einnig hundinum. Lögmaður Anagnostopoulos segir hann ekki hafa fyrirfram skipulagt morðið. Þá segir lögmaðurinn einnig að það hafi enginn þriðji aðili tekið þátt í morðinu. „Enginn veit hvers vegna hann gerði þetta. Orð geta ekki lýst því sem hann sagði mér. Hann sagði mér að hann elski fjölskyldu Crouch og svo baðst hann fyrirgefningar,“ sagði lögmaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli