fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Pressan

Ný rannsókn sýnir að bóluefni Pfizer veitir 95% vörn gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 06:02

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir skammtar af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni veita rúmlega 95% vörn gegn smiti, alvarlegum veikindum og dauða. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem byggir á gögnum frá 24. janúar til 3. apríl.

Einn skammtur af bóluefninu veitir 58% vörn gegn smiti, 76% gegn sjúkrahúsinnlögn og 77% vernd gegn dauða. Sky News skýrir frá þessu og vitnar í rannsóknina sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Rannsóknin byggir á gögnum frá ísraelska heilbrigðisráðuneytinu en á þeim tíma var B117 afbrigði veirunnar, oft kallað breska afbrigðið, það algengasta í Ísrael.

Bóluefnið veitti 16 ára og eldri 96,5% vörn gegn smiti, 98% vörn gegn sjúkrahúsinnlögn og 98,1% vörn gegn dauða eftir að 14 dagar voru liðnir frá seinni skammtinum. Bóluefnið veitti eldra fólki einnig góða vörn en 85 ára og eldri fengu 94,1% vörn gegn smiti, 96,9% gegn sjúkrahúsinnlögn og 97% vörn gegn dauða viku eftir að hafa fengið seinni skammtinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins

Unnustinn fékk bílinn lánaðan og ók of hratt – Bíllinn gerður upptækur til ríkisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða

Myrti eiginkonuna um borð í skemmtiferðaskipi – Farþegarnir héldu að um skemmtiatriði væri að ræða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn

Skar fingur af viðskiptavini í sjoppu og sló afgreiðslumanninn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap

Ný sjúkdómseinkenni tengd Deltaafbrigði kórónuveirunnar – Kolbrandur og heyrnartap
Pressan
Fyrir 4 dögum

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu

Aiden var drepinn fyrir framan móður sína – Nú eru ný tíðindi í málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim

Bandarísk yfirvöld léku á tölvuþrjóta og náðu milljónum dollara frá þeim