Nýr faraldur? Fyrsta tilfelli „flurona“ var staðfest skömmu fyrir áramót
PressanMargir sérfræðingar eru hóflega bjartsýnir á framvindu heimsfaraldursins þessa dagana og telja að þar sem Ómíkronafbrigði veirunnar sé orðið mjög ráðandi sé líklegt að faraldurinn verði ekki eins alvarlegur og stefndi í og að hugsanlega ljúki honum innan ekki svo langs tíma. Þar sem Ómíkron er bráðsmitandi þá smitast margir og það verður til þess að hjarðónæmi Lesa meira
LeBron James smitaður af kórónuveirunni
PressanLeBron James, stjarna NBA-liðs Los Angeles Lakers, missir af fjölda leikja liðsins á næstunni því hann hefur greinst með kórónuveiruna. Engin sjúkdómseinkenni hafa gert vart við sig hjá honum. Ætlunin var að hann myndi spila gegn Sacramento Kings í gær en var ekki valinn í liðið eftir að niðurstaða sýnatöku var jákvæð. Samkvæmt reglum NBA verða leikmenn, sem greinast með veiruna, að fara Lesa meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar – „Þetta er það versta sem við höfum séð fram að þessu“
PressanStökkbreytt B.1.1.529 afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið mörgum skelk í bringu en talið er að stökkbreytingarnar á þessu afbrigði geti gert því kleift að komast fram hjá ónæmisvörnum líkamans, sem hafa náðst eftir smit, og bólusetningu. Þetta segja breskir sérfræðingar sem hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu. Bresk stjórnvöld hafa brugðist við og sett á ferðatakmarkanir frá sex Afríkuríkjum Lesa meira
Kórónuveira í hjartardýrum getur breytt þróun heimsfaraldursins – Vísindamenn segja þetta töluvert áhyggjuefni
PressanEins og DV hefur skýrt frá þá hefur kórónuveiran SARS-CoV-2 borist í Virginíuhirti í Iowa í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Vísindamenn segja að þetta sé töluvert áhyggjuefni og geti haft mikil áhrif á langtímaþróun heimsfaraldursins. Allt frá því að kórónuveiran kom fram á sjónarsviðið og fór að herja á heimsbyggðina hafa komið fram vísbendingar um að Virginíuhirtir séu mjög móttækilegir Lesa meira
Kórónuveira í hjartardýrum
PressanÞað hefur verið vitað um hríð að kórónuveiran, sem herjar á heimsbyggðina, getur borist úr dýrum í fólk og úr fólki í dýr. Nýlega komust vísindamenn að því að veiran hefur borist í Virginíuhirti í Iowa í Bandaríkjunum. Þeir rannsökuðu sýni úr 283 dýrum og fundu veiruna í 94 dýrum. Af dýrunum 283 voru 151 frjáls úti Lesa meira
WHO ætlar að rannsaka uppruna kórónuveirunnar á nýjan leik – Hugsanlega síðasta rannsóknin
PressanAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett nýjan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka upptök kórónuveirunnar sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin. Þetta er hugsanlega síðasta tilraunin til að rannsaka þetta til að geta slegið því föstu hvaðan veiran kom. WHO sendi hóp sérfræðinga til Kína í febrúar til að rannsaka málið en segja má að engin ákveðin niðurstaða hafi fengist Lesa meira
Nokkur ár í að kórónuveiran verði komin í sömu stöðu og inflúensa
PressanNæstu átján mánuði verða Danir að sætta sig við að lifa með ýmsum íþyngjandi sóttvarnaaðgerðum að mati danskra sérfræðinga. Þeir segja að baráttan við heimsfaraldurinn muni halda áfram í haust þrátt fyrir að bólusetningar hafi gengið vel. Það er því full ástæða fyrir Dani til að skerpa á þolinmæðinni og búa sig undir glímu við veiruna næstu Lesa meira
„Þú ert ekki hestur. Þú ert ekki kýr. Í alvöru allir. Hættið þessu.“
Pressan„Þú ert ekki hestur. Þú ert ekki kýr. Í alvöru allir. Hættið þessu,“ svona hljóðar færsla frá bandarísku lyfjastofnuninni, FDA, á Twitter. Ástæðan er að sífellt fleiri Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið Ivermectin gegn kórónuveirunni og það er eitthvað sem heilbrigðisyfirvöldum hugnast ekki. Ivermectin er aðallega notað til að verja húsdýr gegn sníkjudýrum. Það hefur Lesa meira
Fundu kórónuveiru í loftögnum í fjögurra metra fjarlægð frá þeim smitaða
PressanVísindamenn hjá rannsóknarstofnun norska hersins (FFI) fundu kórónuveiru í loftögnum í fjögurra metra fjarlægð frá þeim smitaða. Þetta kom vísindamönnunum mjög á óvart. „Við áttum ekki von á þessu. Við áttum ekki von á að finna svona mikið, að minnsta kosti ekki í fjögurra metra fjarlægð, en það gerðum við,“ hefur VG eftir Jostein Gohli, hjá FFI. Gohli er í forsvari fyrir NorCov2 rannsóknina sem Lesa meira
Nýtt afbrigði kórónuveirunnar í Víetnam – Blanda af enska og indverska afbrigðinu
PressanYfirvöld í Víetnam tilkynntu á laugardaginn að þau hafi uppgötvað nýtt afbrigði af kórónuveirunni. Það er blanda indverska og enska afbrigðisins sem eru mjög smitandi. „Nánar tiltekið, þá er þetta indverskt afbrigði sem er með stökkbreytingar sem koma upphaflega frá enska afbrigðinu,“ sagði Nguyen Thanh Long, heilbrigðisráðherra. Hann sagði að afbrigðið væri enn meira smitandi en önnur afbrigði Lesa meira