fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Pressan

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 05:18

Verður Vilhjálmur síðasti konungur Bretlands?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungdæmið er á síðustu metrunum ef marka má orð rithöfundarins Hilary Mantel. „Ég held að þetta sé lokakaflinn. Ég veit ekki hversu mikið lengur stofnunin mun halda áfram,“ sagði hún í samtali við The Telegraph og átti þar við konungdæmið.

Mantel er þekktur rithöfundur sem býr yfir góðri þekkingu á konungsfjölskyldunni og hefur skrifað fjölda bóka en þó ekki um konungsfjölskylduna. „Ég er ekki viss um að stofnunin muni lifa lengur en Vilhjálmur. Ég held að það verði síðasta glæsitímabilið,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að Elísabet II, drottning, sé hugsanlega eina manneskjan sem trúi í raun og veru á konungdæmið og framtíð þess.

Mantel varð fyrst kvenna til að hljóta hin eftirsóttu Booker verðlaun tvisvar og 2014 heiðraði Karl prins hana með orðunni: „The Most Excellent Order of the British Empire“.

Mantel fór ekki leynt með að hún hefði kosið að Elísabet II afsalaði sér krúnunni svo Karl gæti tekið við. Hún sagðist hafa fullan skilning á að drottningin telji hlutverk sitt ekki vera starf heldur ævilanga köllun en með þeirri hugsun „refsi stofnunin sjálfri sér“. „Þess er ekki vænst að nokkur önnur fjölskylda stilli sér upp með aldraða konu, nýorðna ekkju, fyrir framan sjónvarpsvélarnar en samt sem áður er gengið að því sem vísu að það gerist,“ sagði hún og vísaði þar til mynda af Elísabetu II þar sem hún sat alein í kirkjunni við útför eiginmanns síns, Philip hertoga af Edinborg.

Drottningin í útför Philip þann 17. apríl. Mynd:Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrti vinkonu sína með augndropum

Myrti vinkonu sína með augndropum
Pressan
Fyrir 2 dögum

19 mánaða fangelsi fyrir að fá sér nasistahúðflúr á punginn

19 mánaða fangelsi fyrir að fá sér nasistahúðflúr á punginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kvöldvaktin á skyndibitastaðnum breyttist í martröð – „Ég gerði svolítið hryllilegt“

Kvöldvaktin á skyndibitastaðnum breyttist í martröð – „Ég gerði svolítið hryllilegt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er glæpamaðurinn sem aðstoðaði lögregluna óafvitandi – 800 handteknir

Þetta er glæpamaðurinn sem aðstoðaði lögregluna óafvitandi – 800 handteknir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð

Umferðaróhapp í Noregi varð til þess að upp komst um morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðurin lést rétt fyrir brúðkaupið – Systir hennar hljóp í skarðið

Brúðurin lést rétt fyrir brúðkaupið – Systir hennar hljóp í skarðið