Caitlyn Jenner, móðir raunveruleikastjarnanna Kylie og Kendall Jenner, er sögð ætla að sækjast eftir því að vera næsti ríkisstjóri Kaliforníu-fylkis í Bandaríkjunum. Politico greinir frá.
Caitlyn, sem vann til gullverðlauna í tugþraut á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976, verður 72 ára á árinu en hún hefur fundað með vel þekktu fólki innan Repúblikanaflokksins upp á síðkastið. Orðrómarnir hófust fyrr á þessu ári en Caitlyn þaggaði niður í þeim og sagðist ekki ætla að bjóða sig fram. Vísbendingarnar um framboð eru þó sterkari nú en áður.
Meðal þeirra sem Caitlyn hefur fundað með upp á síðkastið eru Caroline Wren sem er stórt nafn innan Repúblikanaflokksins og Brad Parscale, fyrrum kosningastjóra Donald Trump.
Það kemur í ljós á næstu vikum hvort kosið verði um ríkisstjóra fylkisins á næstunni en vinsældir Gavin Newsom, núverandi ríkisstjóra, hafa dvínað verulega upp á síðkastið. Líklegt er að íbúar fylkisins kjósi um hvort hann eigi að segja af sér eða ekki.