fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Afrískir skógarfílar eru í bráðri útrýmingarhættu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. apríl 2021 12:30

Fílabein sem bandarísk yfirvöld hafa lagt hald á. Mynd:HE U.S. FISH & WILDLIFE SERVICE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afrískir fílar eiga ekki auðvelt líf þessi árin. Veiðiþjófar herja á þá í þeirri von að geta komist yfir fílabein og bændur fella skóga og drepa fíla þegar þeir ramba inn á akra þeirra. Frá 1980 hefur stofn skógarfíla minnkað um 86% og nú er staða tegundarinnar orðin svo alvarlega að hún er komin í efsta þrep lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Umræddur listi er listi IUCN, sem eru alþjóðleg samtök um náttúruvernd, um hvaða tegundum þurfi að reyna að bjarga og hvaða tegundir hafi það gott.

Afrískir skógarfílar, Loxodonta cyclotis á latínu, halda sig í löndum á borð við Mið-afríkulýðveldinu, Gabon, Kamerún og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Þeir eru minni en sléttufílar og húð þeirra er meira brúnleit. Þeir lifa í skógum og ferðast því ekki jafn langar leiðir og sléttufílarnir því í skóginum er yfirleitt nóg af vatni og æti. Þeir halda sig oft í litlum hópum þar sem kvendýrin eru með afkvæmin en karldýrin eru ein og hitta kvendýrin aðeins á fengitímanum. Bæði kynin eru með höggtennur og því drepa veiðiþjófar bæði kven– og karldýr.

Í heildina eru nú um 415.000 fílar í Afríku. Talið er að tæplega 100.000 þeirra séu skógarfílar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar