fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Pressan

Reiknar með mikilli fjölgun bóluefnaskammta á öðrum ársfjórðungi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. mars 2021 06:51

Bóluefni gegn kórónuveirunni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá apríl reiknar Ursula von der Leyen, formaður framkvæmdastjórnar ESB, með að ESB-ríkin fái allt að 100 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni á mánuði. Ísland er aðili að bóluefnakaupum ESB og ef þetta gengur eftir munu Íslendingar fá um 80.000 skammta á mánuði frá og með apríl.

Von der Leyen skýrði frá þessu í samtali við þýsku dagblöðin Stuttgart Zeitung og Stuttgarter Nachrichten í dag. Hún sagðist reikna með að ESB fái 100 milljónir skammta á mánuði á öðrum ársfjórðungi eða um 300 milljónir skammta í heildina. „Frá apríl getur fjöldinn tvöfaldast miðað við áætlanir framleiðendanna og af því að fleiri bóluefni eru við það að vera samþykkt til notkunar,“ sagði hún.

Þrjú bóluefni hafa fengið samþykkt Evrópsku lyfjastofnunarinnar, þau eru frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca. Reiknað er með að lyfjastofnunin mæli með því á fimmtudaginn að bóluefnið frá Johnson & Johnson fái markaðsleyfi í Evrópu. Það er síðan framkvæmdastjórn ESB sem veitir endanlegt leyfi. Bóluefnið frá Johnson & Johnson er auðveldara í meðförum en hin bóluefnin, það er hægt að geyma það í venjulegum ísskáp og það þarf aðeins einn skammt af því en af hinum bóluefnunum þarf að gefa tvo skammta.

ESB hefur samið um kaup á tæplega 2,6 milljörðum skammta af bóluefnum frá ýmsum framleiðendum. Þar af eru allt að 400 milljónir skammta frá Johnson & Johnson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumarhúsaglaðir Danir slá öll met – 142% aukning á bókunum á milli ára

Sumarhúsaglaðir Danir slá öll met – 142% aukning á bókunum á milli ára
Pressan
Í gær

Tölvuleikjaspilari fannst látinn með fjarstýringuna í höndunum – Nú liggur dánarorsökin fyrir

Tölvuleikjaspilari fannst látinn með fjarstýringuna í höndunum – Nú liggur dánarorsökin fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín

Bakteríur og annar óþverri – Svona ógeðsleg er andlitsgríman þín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti

Falið að rannsaka viðbrögð Pentagon við tilkynningum um fljúgandi furðuhluti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands

Segir að Vilhjálmur verði síðasti konungur Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns

Prestur krefst þess að lögreglan birti myndband af dauða svarts manns