fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

„Dr. Dauði“ ákærður fyrir fimm morð – Starfaði ekki eins og flestir læknar

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 23:00

Skjáskot úr myndbandi Newsweak - Dr. Blatti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski læknirinn George Blatti, sem fengið hefur viðurnefnið Dr. Dauði (e. Dr. Death) hefur verið ákærður fyrir að verða fimm manns að bana, með því að skrifa upp á „risastóra skammta“ af verkjalyfjum, handa skjólstæðingum sem glímdu við mikla fíkn. New York Post greinir frá þessu.

Hinn 75 ára gamli Dr. George Blatti hefur verið ákærður fyrir að verða fimm manns að bana og koma ellefu manns í alvarlega lífshættu í New York-fylki. Hann gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.

„Lyfjaseðlar læknisins voru jafn banvænir og hvert morðvopn,“ sagði héraðssaksóknarinn Madeline Singas um málið, sem fullyrti einnig að Blatti hefði borið gríðarlega óvirðingu og sýnt algjört afskiptaleysi gagnvart lífi fólks, starfi sínu, skildum sínum, lögunum og óskum skjólstæðinga sinna. „Hann er raðmorðingi í okkar augum.“

Sjúklingarnir fimm sem sagðir eru hafa látist af völdum lyfseðla Blatti voru 31, 44, 50, 53 og 55 ára. Þau létust á árunum 2016, 2017 og 2018.

Fram kemur að eitt meintra fórnarlamba fékk skrifað upp á nífaldan hámarks dagskammt af ópíóða-verkjalyfjum. Í mörgum tilfellum er hann sagður hafa skrifað upp á risastóra skammta sem þessa, þrátt fyrir að það væri augljóslega ekki rétta lausnin, auk þess sem ættingjar og vinir skjólstæðinga hefðu margbeðið hann um að hætta því.

George Blatti á ekki að hafa starfað líkt og hefðbundnir læknar, heldur hafi hann verið með skrifstofu dulbúna sem litla raftækjavöruverslun. Þó svo að sjálf verslunin hafi ekki verið starfrækt var Blatti á bak við luktar dyr að skrifa upp á lyfseðla fyrir sjúklinga sína.

Þegar ákæran var lesin fyrir Blatti í dómsal, var hann spurður hvort hann játaði eða neitaði sök. Hann sagðist neita sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?