fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfull árás í friðsælli götu skyldi einn eftir látinn og þrjú alverlega slösuð – Enginn veit hvað gerðist

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull árás átti sér stað á almennt friðsælli götu í úthverfi Canberra, höfuðborg Ástralíu, í gær. Einn lést og þrír slösuðust alvarlega. Daily Mail Australia greinir frá þessu.

Lögregla lokaði mörgum kimum götunnar vegna rannsóknar. Henni hafði höfðu borist tilkynningar um eitthvað grunsamlegt á laugardagsmorgun. Lögregluþjónar mættu um níuleytið á vettvang og fundu alvarlega slasaðan karlmann. Stuttu seinna réðst annar karlmaður að þeim, sem varð til þess að þeir beittu rafmagnsbyssu gagnvart honum og handtóku hann.

Síðan fundu lögregluþjónarnir lík karlmanns og alvarlega slasaða konu. Konan og mennirnir tveir voru flutt á spítala og fóru tvö þeirra beint í aðgerð sökum þess hve alvarlega þau voru slösuð.

Fram kemur að lögregla hafi ekki viljað tjá sig mikið um málið til að byrja með. Ekki hefur til að mynda verið greint frá því hvernig vopn hafi verið notuð í árásinni.

Þó hefur rannsóknarlögreglustjóri tjáð sig lítillega um málið. Hann sagði að rannsókn á málinu gæti tekið langan tíma. Hann fullyrti að almenningur væri ekki í hættu, þó ekki væri víst hvað hefði átt sér stað.

„Við erum enn þá að púsla þetta saman,“ sagði hann.

Þá hélt hann því fram að lögregla myndi leita að vísbendingum á vettvangi fram á nótt eða jafnvel fram til morguns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?