fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Keypti nýjan Lamborghini – Tveimur klukkustundum síðar missti hann bílinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. október 2021 07:59

Lamborghini Huracan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær keypti íraskur maður, sem er búsettur í Noregi, sér nýjan Lamborghini Huracan í Þýskalandi og greiddi sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna fyrir bílinn. Hann lagði síðan af stað heim á nýja bílnum. En gleðin yfir að eiga nýjan bíl var skammvinn eða aðeins tvær klukkustundir.

í gærkvöldi var lögreglan við hraðamælingar á vegi nærri Hjørring og þar mældist hraði bílsins 236 km/klst en leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Akstur mannsins var að sjálfsögðu stöðvaður og hann kærður fyrir þennan ofsaakstur.

En lögreglan lagði einnig hald á bíl hans og mun krefjast þess að hann verði gerður upptækur í ríkissjóð. Nordjyske skýrir frá þessu.

Samkvæmt nýlegum lögum á danska lögreglan að leggja hald á ökutæki sem eru notuð við svokallaðan „brjálæðisakstur“ en undir slíkan akstur fellur til dæmis of hraður akstur þegar hraðinn er að minnsta kosti tvöfalt meiri en leyfðu hámarkshraði. Málin fara síðan fyrir dóm þar sem gerð er krafa um að ökutækið, sem notað var, verði gert upptækt til ríkissjóðs.

Ekki er vitað hvort maðurinn vissi af þessum lögum. „Þetta var svolítið fúlt fyrir hann. Nú er búið að leggja hald á bílinn og hann var leiður yfir því,“ sagði Jess Falberg, talsmaður lögreglunnar, við Nordjyske.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli