fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hún afhjúpaði Jeffrey Epstein – Er full efasemda um dauðdaga hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 05:54

Jeffrey Epstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. ágúst 2019 fannst auðkýfingurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein látinn í fangaklefa sínum í Metropolitan Correctional Center í New York. Yfirvöld sögðu hann hafa tekið eigið líf. En því trúir Julie K. Brown, blaðamaður hjá Miami Herald, ekki en það var hún sem kafaði ofan í mál Epstein sem varð til þess að FBI hóf rannsókn á meintum brotum hans.

Hún gaf nýlega út bók um vinnu sína við að afhjúpa Epstein og níðingsverk hans gagnvart ungum stúlkum. Hún segist efast um að Epstein hafi tekið eigið líf en hún er ekki eina manneskjan sem er efins um það. „Þetta var maður sem gat ekki einu sinn hnýtt skóreimar sínar. Hann var með þjóna sem gerðu allt fyrir hann. Tilhugsunin um að hann hafi getað gert þetta, brotið þrjú bein í líkama sínum, í mínum augum er það leyndardómur,“ sagði hún í samtali við The Guardian.

Komið var að Epstein um klukkan 06.30 að morgni í fangaklefanum. Hann var á hnjánum og með appelsínugult lak um háls sér. Yfirvöld tilkynntu fljótlega að rannsókn réttarmeinafræðings sýndi að hann hefði tekið eigið líf. Michael Baden, réttarmeinafræðingur, sem var viðstaddur krufninguna var þessu þó ekki sammála. Við hana kom í ljós að þrjú bein voru brotin í hálsi Epstein, eitt þeirra var tungubeinið og Baden hefur látið hafa eftir sér að mjög óvenjulegt sé að það brotni við hengingu. Hann sagði að hér hafi því verið um morð að ræða en yfirvöld stóðu fast á því að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Þau birtu heldur ekki myndbandsupptökur úr fangaklefanum en þær sýna hvað gerðist í klefanum.

Julie K. Brown telur að ekki hafi allur sannleikurinn komið fram í tengslum við andlát Epstein og að útskýringar yfirvalda séu undarlegar. „Það næsta því sem ég kemst að segja að þetta hafi verið sjálfsvíg er að segja að hann hafi fengið aðstoð við það. Með öðrum orðum: Að hann hafi greitt einhverjum fyrir að gera þetta,“ hefur The Guardian eftir henni.

Hún segist einnig telja að Epstein hafi verið í góðu skapi og verið viss um að hann myndi aftur sleppa ódýrt frá afbrotum sínum. „Fyrst og fremst var hann maður sem taldi að hann væri hafinn yfir lög. Eitt sinn tók blaðamaður viðtal við hann og spurði hann út í afbrot hans. Hann líkti því sem hann gerði ungum stúlkum við það að stela kringlu,“ segir hún í hlaðvarpinu The New Abnormal.

Árið 2005 hafði alríkislögreglan FBI uppi á ungum stúlkum sem sögðu Epstein hafa brotið gegn þeim kynferðislega. Þrátt fyrir að umfangsmikil rannsókn hafi leitt til þess að góðra sönnunargagna var aflað náði Epstein að semja um málsniðurstöðuna. Hann var því aðeins fundinn sekur um að hafa hvatt barnunga stúlku til vændis og eftir 13 mánaða afplánun í opnu fangelsi fékk hann reynslulausn og gat haldið lífi sínu áfram eins og ekkert hefði í skorist.

En það breyttist 2018 þegar Julie K. Brown birti fjölda greina þar sem hún afhjúpaði hvernig Epstein hefði árum saman níðst kynferðislega á barnungum stúlkum. Haldið þeim sem kynlífsþrælum og „lánað“ vinum sínum þær. Aðrir fjölmiðlar höfðu áður þefað af málinu en ekkert orðið úr umfjöllun þeirra. Í kjölfar greinanna hóf lögreglan rannsókn á málum Epstein á nýjan leik og þann 6. júlí 2019 var hann handtekinn, grunaður um mansal og vændissölu.

Hann var fluttur í Metropolitan Correctional Center þar sem hann deildi klefa með fyrrum lögreglumanni sem var ákærður fyrir fjögur morð. Þann 23. júlí fannst Epstein meðvitundarlaus í klefa sínum. Ekki er vitað hvort klefafélagi hans réðst á hann eða hvort eitthvað annað lá að baki meðvitundarleysinu. Í kjölfarið var Epstein fluttur í klefa á sérstakri deild fyrir fanga sem eru taldir í sjálfsvígshugleiðingum. Viku síðar var hann aftur fluttur í venjulegan fangaklefa sem hann átti að deila með öðrum fanga. Sá var fluttur úr klefanum 9. ágúst og daginn eftir lést Epstein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?