fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Telja að nokkrir stofnar inflúensu hafi dáið út í heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þekkjum flest hinar ýmsu sóttvarnaaðgerðir ansi vel eftir síðustu misseri en þær hafa kannski gert meira en að halda aftur af heimsfaraldri kórónuveirunnar því ekki er útilokað að þær hafi orðið til þess að nokkrir stofnar inflúensu hafi dáið út.

Þetta kemur fram á forskning.no. Haft er eftir Olav Hungnes, hjá norsku lýðheilsustofnuninni og yfirmanni norsku inflúensumiðstöðvarinnar, að mjög lítið hafi verið um inflúensutilfelli síðasta vetur.

Inflúensu er venjulega skipt í tvo flokka, A– eða B-. Nú virðist til dæmis sem ein undirtegund A-, 3c3.A, sé með öllu horfin og það sama á við um eina undirtegund B– sem nefnist Yamagata.

Bandaríska fréttaveitan Stat segir að síðast hafi inflúensutilfelli af þessum stofnum verið skráð í alþjóðlegan gagnagrunn í mars 2020. Það er því ekki annað að sjá en þessi afbrigði séu horfin.

En það er samt sem áður of snemmt að fagna 100% því afbrigðin geta enn verið í umferð einhvers staðar því ekki eru öll tilfelli skráð í gagnagrunninn.

Þrátt fyrir að einhver afbrigði hverfi af sjónarsviðinu þá eigum við ekki von á að inflúensa muni algjörlega hverfa af sjónarsviðinu og sagði Hungnes að hugsanlega verði næsti faraldur mjög slæmur því nú sé svo langt síðan inflúensa herjaði að ónæmiskerfi fólks sé ekki nógu virkt til að takast á við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“