fbpx
Þriðjudagur 19.október 2021
Pressan

Sífellt fleiri Repúblikanar hvetja fólk til að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. júlí 2021 18:00

Bólusett í New York. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleira áhrifafólk í Repúblikanaflokknum hvetur nú stuðningsfólk flokksins til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Þetta gerist í kjölfar þess að Deltaafbrigði veirunnar er í mikilli sókn í Bandaríkjunum. Þetta er töluverð stefnubreyting þar sem samsæriskenningar andstæðinga bólusetninga hafa átt töluvert upp á pallborðið innan flokksins og áhrifafólk hefur jafnvel lagt að stuðningsmönnum flokksins að láta ekki bólusetja og hefur þar með tekið afstöðu gegn baráttu stjórnar Joe Biden við að fá landsmenn til að láta bólusetja sig.

Washington Post segir að Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, sé nú kominn í hóp þeirra sem hvetja fólk til að láta bólusetja sig og vara við því að ef það er ekki gert sé hætt við að þróunin snúist við og þjóðin festist í greipum faraldursins. Á vikulegum fréttamannafundi sínum sagði McConnell að hann vilji hvetja fólk til að leiða þær raddir hjá sér sem gefa slæm ráð varðandi bólusetningar.

Dagana á undan höfðu fleiri áhrifamenn innan flokksins hvatt fólk til að láta bólusetja sig en enn eru þó uppi raddir meðal áhrifamanna og annarra flokksmanna sem eru fullar efasemda um bólusetningar og dreifa jafnvel röngum upplýsingum um öryggi bóluefna og áhrif þeirra.

Steve Scalise, þingmaður frá Louisiana, var lengi mótfallinn bólusetningum en hann lét bólusetja sig um síðustu helgi og hvatti aðra til að gera það sama. Hann er annar valdamesti Repúblikaninn í fulltrúadeildinni.

Meðal sumra þáttastjórnanda hjá Fox News hefur það sama gerst. Þeir hafa kynt undir efasemdum um bóluefnin en eru nú farnir að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. „Ég get ekki sagt þetta nógu oft. Nógu margir hafa dáið. Það er engin þörf fyrir að fleiri deyi,“ sagði Sean Hannity, þáttastjórnandi, á mánudaginn en hann hafði áður sagt veiruna vera blekkingu eina.

Í könnun sem CNN gerði í maí kom í ljóst að allir þingmenn Demókrata í báðum deildum höfðu lokið bólusetningu. Hjá Repúblikönum höfðu 44,8% þingmanna í fulltrúadeildinni lokið bólusetningu en í öldungadeildinni var hlutfallið 92%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna

Yfirvöld í Barcelona grípa til aðgerða til að draga úr fjölda ferðamanna
433Pressan
Fyrir 2 dögum

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið

Klámstjörnur og knattspyrnumenn: Hefur verið með þremur leikmönnum United – Ungstirni úr enska boltanum fór í klámið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg

Upp komast svik um síðir – Sviðsetti eigið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi

Mikil fjölgun förufólks sem kemur til Þýskalands frá Hvíta-Rússlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“

„Ég veit hver myrti Emilie Meng“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“

Óvæntur atburður í svefnherberginu – „Ég hef aldrei verið svona hrædd á lífsleiðinni“