fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Rannsaka undarleg áhrif COVID-19 – Tungan bólgnar mikið upp

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 12:00

Svona lýsir macroglossi sér hjá sjúklingum. Mynd: UTHealth School of Dentistry

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á læknamáli kallast þetta makroglossi en einkennið veldur því að tungur sjúklinga bólgna svo mikið upp að þeir geta hvorki borðað né talað. Þetta er einn af fylgifiskum COVID-19 sjúkdómsins en þó ákaflega sjaldgæft. Vísindamenn reyna nú að komast að hvað veldur þessu.

James Melville, skurðlæknir við University of Texas Health Science Center, segist vita um níu svona tilfelli hjá bandarískum COVID-19 sjúklingum. Allir þurftu þeir að vera í öndunarvél og átta þeirra eru svartir. Tveir þeirra fengu að auki hjartaáfall eftir að þeir veiktust af COVID-19.

Melville og Simon Young, samstarfsmaður hans sem starfar hjá UTHealth Schoold of Dentistry í Houston, reyna nú að komast að af hverju makroglossi leggst á suma sjúklinga.

Einkennið gerir vart við sig seint á veikindatímabilinu en þá bólgnar tungan sjúklinganna mjög og þeir geta ekki borðað né talað. „Tungan er eins og vatnsblaðra,“ sagði Melville í samtali við Click2Houston.

Í samtali við Newsweek sagði hann að makroglossi hafi mikil áhrif á sálarlíf sjúklinga því þeir séu nánast taldir vera furðuverk. Hann sagði jafnframt að mikill sársauki fylgi því þegar tungan bólgnar svona mikið. „Tungan þornar alveg og því þarf að pakka henni inn til að halda henni rakri svo hún springi ekki öll og það blæði ekki úr henni,“ sagði hann.

Anthony Jones. Mynd:UTHealth School of Dentistry

Melville sá fyrsta tilfelli makroglossi af völdum COVID-19 í október þegar Mary Ann Jones setti sig í samband við hann og sagði að sonur hennar, Anthony Jones, væri með tungu sem væri jafn stór og matardiskur. Anthony var þá nýútskrifaður af sjúkrahúsi en hann hafði verið í öndunarvél í einn mánuð vegna COVID-19. Þegar hann kom heim byrjaði tungan að stækka og varð á endanum risastór. Mary Ann hafði samband við Melville því hann hafði rannsakað makroglossi áður. Melville gerði aðgerð á Anthony og tókst hún vel og innan viku gat Anthony borðað og talað á nýjan leik.

Frá í október hafa Melville og samstarfsfólk hans gert aðgerðir á átta öðrum COVID-19 sjúklingum sem höfðu fengið makroglossi og tókust allar aðgerðirnar vel.

Í samtali við Houston Chronicle sagði Melville að ekki sé vitað hvernig COVID-19 tengist makroglossi en sagðist telja líkleg að bólgnar frumur, sem hafa fundist í tungum sjúklinganna, geti veitt svar við því. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás