fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Pressan

Frakkar hóta að loka fyrir rafmagn til Jersey vegna fiskveiðideilu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 07:45

Frá Jersey. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar eru reiðubúnir til að loka fyrir rafmagn til bresku eyjunnar Jersey, sem er rétt undan strönd Frakklands, ef Bretar fara ekki eftir ákvæðum Brexit um fiskveiðar. Þetta sagði Annick Girardin, sjávarútvegsráðherra Frakka, í gær.

Hún sagði franska þinginu þá að Frakkar væru reiðubúnir til að beita þeim refsiákvæðum sem Brexitsamningurinn heimilar þeim að beita.  Hún sagði að stjórnvöld á Jersey, sem gáfu út 41 veiðileyfi fyrir franska báta og skip þann 30. apríl, hafi sett einhliða takmarkanir á veiðarnar.

„Hvað varðar Jersey, þá minni ég á að til dæmis er rafmagn flutt þangað með neðansjávarkapli. Við höfum úrræði og þótt það verði sorglegt að ná þeim punkti, þá munum við gera það ef þörf krefur,“ sagði Girardin.

Jersey er sjálfstjórnarsvæði undir bresku krúnunni og er aðeins um 20 km undan strönd Frakklands.

Rúmlega 95% af rafmagni eyjaskeggja er keypt frá Frakklandi og flutt um neðansjávarstrengi.

Í yfirlýsingu frá Ian Gorst, ráðherra utanríkismála á Jersey, segir að stjórnvöld þar hafi fengið upplýsingar frá Frakklandi og ESB um að aðilarnir séu ósáttir við þau skilyrði sem yfirvöld á Jersey hafi sett fyrir veiðileyfum og fiskveiðum almennt. „Slíkar kvartanir eru teknar mjög alvarlega og stjórnvöld munu bregðast við þeim,“ segir í yfirlýsingunni að sögn CNN. Einnig kemur fram í henni að stjórnvöld á Jersey hafi gert þetta í góðri trú í samræmi við leiðbeiningar lögmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands

Lögðu hald á 1,5 tonn af kókaíni í lystisnekkju undan strönd Englands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera

Faðir komst að því að nýji nágranninn er dæmdur barnaníðingur – Hefur áhyggjur af dætrum sínum og veit ekki hvað skal gera
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt

Myrti hjásvæfu sína í miðju kynlífi – Læddist út frá eiginkonunni um miðja nótt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn

James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn