fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Ótrúlegt mál – Á að hafa ráðist á eiginmann raunveruleikastjörnu fyrir furðulegan greiða

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Manzo, fyrrverandi eiginmaður raunverleikastjörnunnar Dinu Cantin (áður Dina Manzo), hefur verið ákærður fyrir að ráða glæpamann til að brjóta á núverandi eiginmanni stjörnunnar. ABC greinir frá þessu.

Dina Cantin gerði gerðin frægan í raunveruleikaþáttunum The Real Housewives of New Jersey.

Frí eða mikill afsláttur af veisluþjónustu

Thomas Manzo á að hafa ráðið John Perna meðlim Lucchese-glæpafjölskyldunnar til að beita núverandi eiginmann Dinu, David Cantin, ofbeldi. Samkvæmt dómskjölum átti að skilja eiginmanninn með stórt ör á andlitinu. Manzo á að hafa fengið Perna til að gera þetta vegna ósættis.

Umrædd atvik áttu sér stað árið 2015, en júlímánuði þess árs á Perna að hafa ráðist að David Cantin á bílastæði með einskonar bareflisbuddu (e. slap jack). Bæði Thomas Manzo og John Perna hafa verið handteknir vegna málsins.

Verðlaun Perna fyrir verkið eiga að hafa verið mikill afsláttur, eða frí veisluþjónusta í veislusal Manzo. Mánuði eftir árásina á Perna að hafa haldið mikilfenglega brúðkaupsveislu í salnum þar sem að meira en 300 gestir mættu, þar á meðal margir meðlimir Lucchese-glæpafjölskyldunnar.

Þá á Perna einnig að hafa framið árásina til að hækka sig í tign innan glæpafjölskyldunnar.

Gætu átt þungan dóm yfir höfði sér

Thomas Manzo hefur einnig verið kærður fyrir að falsa gögn um umrædda brúðkaupsveislu eftir að FBI vildi fá upplýsingar um það.

Bæði Manzo og Derna gætu báðir átt yfir höfði sér 43 ára fangelsisdóm auk sektar sem hljóðar upp á 750.000 Bandaríkjadali, sem samsvarar 100 miljónum íslenskra króna.

Thomas Manzo og Dina Cantin giftust árið 2007. Þau hættu sambúð árið 2012, en skilnaður þeirra gekk ekki í gegn fyrr en árið 2016. Dina giftist David Cantin árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli