fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Svakalegt ástand í Bandaríkjunum – Myndbönd af vettvangi

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 31. maí 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að gríðarlegar óeirðir og mótmæli séu að eiga sér stað í Bandaríkjunum þessa stundina. Nú gildir útgöngubann í tugum borga þar í landi, þó að fólk virði þau mjög takmarkað. Nokkrir ríkisstjórar hafa kallað eftir þjóðvarðliði til þess að eiga við mótmælendur. Þá er talað um að allavega fjórar manneskjur hafi fallið í mótmælunum.

Rót mótmælanna má rekja til þess að lögregluþjónninn Derek Chauvin settist með hné sitt á George Floyd sem kafnaði og lést í kjölfarið. Myndband náðist af atvikinu sem hefur orðið til þess að Derek hefur verið handtekinn og kærður fyrir morð. George Floyd var svartur, en andlát hans er einungis eitt af gríðarlega mörgum tilfellum þar sem að svartur maður fellur af höndum lögreglunnar í Bandaríkjunum. Mótmælin sem um ræðir varða einmitt fyrst og fremst rótgróið kynþáttaójafnrétti.

Þúsundir hafa komið saman í stórborgum Bandaríkjanna til þess að mótmæla ástandinu. Á mörgum stöðum hefur lögreglan verið kölluð til og beðið mikilli mótspyrnu. Fréttaveitur vestanhafs hafa fylgst með gangi mála og þá hafa viðstaddir einnig verið iðnir við að deila efni, til dæmis myndböndum af aðstæðunum. Hér að neðan má sjá nokkur þeirra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli