fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Pressan

Læknir á bráðamóttöku í New York ómyrkur í máli um COVID-19 – „Veiran hlífir engum“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn Graig Spencer, sem vinnur á bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu New York Presbyterian og stjórnandi við Columbia-háskóla, hefur vakið mikla athygli á Twitter þar sem hann hefur tíst miklu efni um lífið á bráðamóttökunni í miðjum heimsfaraldri COVID-19.

Í viðtali við Today segir Graig að ástandið sé mjög alvarlegt í New York, en nú hafa rúmlega þúsund manns látist úr COVID-19 í Bandaríkjunum, þar af 280 í New York, fleiri en í nokkurri annarri borg vestan hafs.

„Í síðustu viku skimuðum við fyrir einum eða tveimur sjúklingum með kórónaveiru sem gætu verið á bráðamóttökunni. Núna er erfitt að finna einn eða tvo sjúklinga sem eru ekki með kórónaveiruna. Aukningin er yfirþyrmandi. Bráðum verður þetta of mikið fyrir sjúkrahúsin,“ segir hann í meðfylgjandi myndbroti.

 

Hann segir að sjúklingar með COVID-19 séu úr öllum aldurshópum þó hættan sé vissulega meiri hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og þeim sem eldri eru. Hann vill samt undirstrika að hver sem er geti smitast. „Veiran hlífir engum,“ segir hann. „Það er mikilvægt að fólk skilji af hverju verið er að grípa til aðgerða og af hverju er svo mikilvægt að halda fjarlægð frá hvort öðru.“

Lifði af Ebóluvírusinn – hræðist COVID-19

Varðandi það hvort hann hafi áhyggjur af því að öndunarvélar og hlífðarbúnaður klárist stendur ekki á svörunum.

„Tvímælalaust. Það hafa allir áhyggjur af því.“

Graig er af mörgum kallaður Ebólulæknirinn en hann vann í Vestur-Afríku fyrir nokkrum árum, smitaðist af Ebólu og lifði af. Í viðtali við Today segist hann óttast COVID-19 meira en Ebóluvírusinn því kórónaveiran dreifi sér mun meira. Í áhrifamiklu tísti undirstrikar hann þetta.

„Þið heyrið kannski fólk segja að þetta sé ekki raunverulegt. Þetta er raunverulegt. Þið heyrið kannski fólk segja að þetta sé ekki svo slæmt. Þetta er svo slæmt. Þið heyrið kannski fólk segja að þið getið ekki dáið úr þessu. Þið getið það. Ég lifði af Ebóluvírusinn. Ég óttast COVID-19. Gerið ykkar skyldu. Verið heima. Verið örugg. Og ég skal mæta í vinnuna á hverjum degi fyrir ykkur,“ tísti hann. Í viðtali við Today ítrekar hann þetta.

„Takið þetta alvarlega. Vírusinn getur náð til allra. Verið heima. Verndið ykkur sjálf. Verndið heilbrigðisstarfsfólk. Við þurfum aðstoð allra svo við getum reynt að bjarga sem flestum.“

Allar upplýsingar um COVID-19 á Íslandi er að finna á síðunni covid.is. Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að baki síðunni og er hún uppfærð reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Góðverk eru smitandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum

Stokkhólmsleiðin – Hækka laun heilbrigðisstarfsfólks upp í 220 prósent af venjulegum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn

Skelfilegar tölur frá Bandaríkjunum – 1.169 létust af völdum COVID-19 síðasta sólarhringinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga

Ford ætlar að framleiða 50.000 öndunarvélar næstu 100 daga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19

Ólíkt hafast bræðurnir að – Annar hættir opinberum störfum en hinn tekur þátt í baráttunni gegn COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring

Rúmlega 5.000 hafa látist í Bandaríkjunum af völdum COVID-19 – 884 létust á síðasta sólarhring
Pressan
Fyrir 3 dögum

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra

Æsileg eftirför eftir ökuníðingi – Var að kenna hundinum sínum að keyra