fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Pressan

Síðustu klukkustundirnar í lífi Paul Walker – Hin örlagaríku smáskilaboð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. desember 2020 06:50

Paul Walker og Vin Diesel að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. nóvember 2013 lést Hollywoodstjarnan Paul Walker í hörmulegu bílslysi. Hann var á leið heim frá  samkomu þegar slysið átti sér stað.  Skömmu áður var hann heima hjá móður sinni og var að tala við hana í eldhúsinu. Þá fékk hann sms, „Ó, guð! Ég á að vera annars staðar!“ hrópaði hann til móður sinnar og hljóp út úr eldhúsinu og út úr húsinu. Móðir hans hafði engan grun um að þetta var í síðasta sinn sem hún sá hann á lífi.

Nokkrum klukkustundum síðar lést hann í bílslysi þegar hann var á leið heim frá samkomu sem hann hafði sótt. Það var einmitt þessi samkoma sem hann hafði gleymt og fékk áminningu um í sms þegar hann var hjá móður sinni.

Móðir hans, Cheryl, sagði síðar að Paul hafi komið með dóttur sína, Meadow 15 ára, með heim til hennar. Þau ræddu meðal annars um að taka forskot á jólin með að fara og kaupa jólatré um kvöldið. „Við áttum yndislegt samtal og hann hafði gleymt öllu um samkomuna. Hann fékk sms og hrópaði: „Ó, guð! Ég á að vera annars staðar!“ sagði hún.

Samkoman var fjáröflunarsamkoman Reach Out Worldwide sem Paul, sem var þekktastur fyrir leik sinn í Fast and Furious, hafði sjálfur átt þátt í að koma á laggirnar 2010. Þá var markmiðið að safna peningum fyrir fórnarlömb jarðskjálftans mikla á Haítí. Þennan örlagaríka dag í nóvember var markmiðið að safna peningum fyrir fórnarlömb fellibylsins Haiyan sem gerði mikinn usla á Filippseyjum. Samkoman gekk vel og þegar henni lauk settist Paul upp í bíl með vini sínum Roger Roadas, 38 ára, en hann ók rauðum Porsche Carrera GT.

Um klukkan 15.30 var bílnum ekið á ljósastaur á Hercules Street í Valencia í Santa Clarita. Áreksturinn var svo harður að bílinn sprakk næstum því og eldur kom samstundis upp. Paul og Roger létust báðir.

Krufning leiddi síðar í ljós að Paul lifði áreksturinn sjálfan af en lést í eldhafinu. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að ástæðan fyrir slysinu hafi verið hraðakstur, bifreiðinni var ekið á 130 til 150 km/klst, og léleg dekk bifreiðarinnar. Paul Walker var fertugur þegar hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband

Taka skinkusamlokur af breskum bílstjórum – „Velkominn í Brexit“ – Myndband
Pressan
Í gær

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump

Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni

Górillur í bandarískum dýragarði smitaðar af kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst

Pakkastuldurinn fór í hundana og flóttinn mistókst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari

Kim Jong-un skiptir um titil – Ekki lengur formaður heldur aðalritari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfyrirtæki hætta fjárstuðningi við Repúblikana vegna Trump

Stórfyrirtæki hætta fjárstuðningi við Repúblikana vegna Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið

Trump sagður játa að hann beri ábyrgð að hluta á árásinni á þinghúsið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið

Hrottalegt heimilisofbeldismál – Hélt sig í rúminu í 4 ár til að forðast ofbeldið